hvernig það gerðist hef ég ekki hugmynd um, það bara gerðist.
kom mér á óvart eins og þruma úr heiðskýru lofti en allt í einu og upp úr þurru hafði ég gerst morðingi.
eða var það allt í einu?
Á þetta sér ekki lengri sögu en að allt í einu hafi ég gerst kaldrifjaður morðingi?
kannski er það allt það vonda í heiminum……
Ég er svona lítil og brothætt, þið vitið, dúkka.
Það virðist freista karlmanna óhemju mikið að meiða mig, líklega bara af því þeir vita að þeir komast upp með það og langar að brjóta skemma og eyðileggja.
Það þarf óttalega lítið afl til að brjóta á mér handlegginn, eða lærið ef áhugi er fyrir hendi.
einn daginn fékk ég nóg.
það eru bara þrjár tegundir af manneskjum í þessum heimi:morðingjar, áhorfendur og fórnarlömb.
hingað til hafði ég alltaf verið fórnarlamb, ég reyndi að vera áhorfandi, ég þráði að vera áhorfandi en að lokum áttaði ég mig á því að ég gæti ekki verið áhorfandi, ég yrði að velja: fórnarlamb eða morðingi?
þið verðið nú að viðurkenna að morðingi er nú illskárri kosturinn.
þannig að ég reddaði mér hníf.
þannig að ég reddaði mér sveðju.
þannig að ég reddaði mér hamri.
þannig að ég reddaði mér byssu.


ég hafði oft lent í því að vera minnimáttar, að vera svo hrædd að svitinn spratt fram af enninu á mér, kaldur sviti sem rann niður bakið og olli hrolli um allan minn auma og viðkvæma dúkkulíkama. Margir menn höfðu notfært sér hvað ég er veikburða, hvað á ég að segja? hvað á ég að gera? ég sem er svo lítil og vanmáttug.
en nú var sagan önnur.

ég vaknaði á föstudegi með þessa tilfinningu, tilfinningu sem maður fær bara þegar maður þráir að vera með karlmanni, að halda utan um karlmann að kyssa karlmann og láta hann dekra við sig, borga handa sér drykki og kvöldmat og ég fór út.

ég fór út í skærrauða kjólnum mínum, flegna skærrauða kjólnum mínum, hann var stuttur líka og svarta pinnahæla við.
ég labbaði framhjá börum og karlmennirnir horfðu á mig og bentu.
bentu og hvísluðu um mig, að ég væri drusla, að ég væri bara að grátbiðja um að vera tekin í einhverju húsasundinu svona klædd.
þeir ættu að passa sig, þeir vita ekki við hvern þeir eiga í höggi lengur, en ég var í góðu skapi þannig að ég sleppti þeim og labbaði áfram.
endastöðin var á glæsilegu hóteli þar sem ég fór á barinn og pantaði mér rautt martini, svona í stíl við kjólinn og beið.
staðurinn var fullur af körlum og allir voru að hugsa það sama, hver færi fyrstur?
mér var alveg sama, ég gat tekið hvern sem er þetta kvöld bara fyrstir koma fyrstir fá.
loks kom maður upp að henni, hann hafði breiðar mjaðmir, hann hlaut að vera menntamaður.
hann sagðist fá það sama og ég og við byrjuðum að spjalla og já hann var menntamaður, sagðist vinna við einhvern háskóla og ég purði hvort hann væri prófessor…
ég hitti greinilega á veikan blett þarna því augu hans dökknuðu og varirnar kipruðust saman þegar hann sagði: “nei, næstum því, ég ætti að vera prófessor en nei.”
inní mér glotti ég, þetta var svona bitur menntamaður, ánægjulegt.

hann var víst staddur hér á einhverri ráðstefnu, áhugavert, auðvitað leiddi eitt af öðru og með gerfilegum athugasemdum endaði það þannig að ég fór upp í herbergi með honum að skoða stjörnurnar.
við fórum að kyssast og hann byrjaði að svitna, vá hvað hann svitnaði, það lak af honum svitinn, einstaklega pirrandi og hann másaði líka, hann var byrjaður að fara í taugarnar á mér nú þegar.

en þegar að því var komið að hann þyrfti eitthvað að performa virtist vinurinn ekkert í allt of góðu stuði..
hann hékk þarna bara og hreyfðist ekki og lítil sletta lak úr honum.
ég gat ekki stillt mig, ég sprakk úr hlátri, ég hló þar til ég varð máttlaus og hann horfði á mig.
hann horfði á mig með hatri í augum og reiði.
hann beygði sig niður og tók upp skóinn sinn og sló mig fast í andlitið, beint í vörina réttara sagt, það var sárt, hún sprakk.
hann stóð bara þarna og starði á mig og sagðist svo hafa verið að kenna mér lexíu því ég eigi ekki að hlægja, ekki að honum að minnsta kosti.
ég lyfti hendi upp að vörinni, þetta er slæmt sár og ég verð reið, að hann skuli!
ég biðst auðmjúklega afsökunar og tek veskið mitt og þykist ætla að labba út en í stað þess dreg ég upp hnífinn og sting hann aftur og aftur og aftur, undrunin framan í honum eftir fyrstu stunguna var ómetanleg, hann var eins og lítið barn, greyið litli næstum því prófessorinn barði ranga konu í nótt ég stakk hann þangað til hann hætti að væla, svo klæddi ég mig og labbaði út.

strákar, ef þið látið ykkur dreyma um að brjóta og eyðileggja litlu dúkkurnar, passið ykkur…. þið gætuð lent á mér, og ég hef fengið nóg….

cecilie is back in black
cecilie darlin