Par keyrðu í roki og rigningu árið 1982.
Konan sat í farþegasætinu.
Hún var svarthærð, með brún augu og var 19 ára.
Maðurinn var einnig svarthærður, en með brúnblá augu og var 21 árs.
Þau voru á leiðinni upp á spítala því konan var ólétt.
Þau hétu Arnljót Veðran og Matthías Jóakimsson.
Daginn eftir hafði Arnljót fætt yndislega stúlku sem var svarthærð með brún augu.
Hún var skírð Hrefna Sól Veðran.
Hrefna var skyggn og sá margt fyrir sér.
Á laugardegi, árið 1985 sat Arnljót niðri í eldhúsi í litla húsinu í Svíþjóð.
Allt í einu kom 3 ára dóttir hennar, Hrefna, niður og sagði:
“MAMMA! Það er einhver í rúminu mínu og vill ekki fara!” Arnljótu brá ekki því að þetta gerðist mjög oft.
“Svona, svona. Þetta er allt í lagi.
Allt í einu kúgaðist Arnljót og var keyrð upp á spítala.
Hún var að eignast barn.
Hrefna kom með. Í heiminn kom sætur lítill strákur. En í ljós kom að hann var með hættulegan fæðingargalla og hann dó sama dag. Hrefna reiddist og grét, hljóp út og fór. Mamma hennar grét einnig og fór heim.
Stuttu seinna var haldin jarðarför.

Ætti ég að gera framhald á sögunni?
Nothing will come from nothing, you know what they say!