Frost og kuldi, allt er ískalt
Sástu ekki sárin? Sástu ekki öll tárin?
“þetta gengur ekki lengur” Þessi setning heyrist aftur og aftur í huganum.
Sviði í höndum, bláar og kaldar. Tárin streyma en ég finn ekki neitt, skyldi ég vera lömuð?
Tilfinningar brjótast út og á eftir kemur sorgin.
Hann sló hana svo fast.Hvað gerði hún honum? Afhverju var hann svona vondur?
Ég finn fyrir hræðslu og ótta, fætur mínir hlaupa og vilja ekki stoppa.
“Þetta gengur ekki lengur” þessi setning leggst á hjarta mitt og stöðvar hjartsláttinn.
Sálin mín er frosin og öll í rusli.
Tárin mín eru frosin því úti er kuldi.
Hleyp bara áfram og lít ei til baka. Spurningar flæða og um er aðeins einn að saka.
Hvað var það sem gerðist? Afhverju græt ég? Hræðslan mig umlykur og vill ei sleppa.Aðeins eitt sem heyrist,aðeins eitt sem hreyfist og að er ég.
Frosin tár, tár sorgar og skelfingarinnar sem ég hef í hjarta og huga.
Móðir mín kær, er farin og hann er kominn á barinn. Dauðadrukkin faðir sem lamdi konu sína. Barnið það grætur og hleypur í burtu.
Frosin tár barnsins og skelfing í hjartanu.
Barnið er aðeins lítil stúlka og stúlkan, það er ég.