Öldugjálfur.
Hafgola.
Hún var komin. Komin á staðinn þar sem klippt væri á hluta af lífi hennar. Hingað hafði hún verið send, neydd til að fara. Hér þekkir hún engan, allt er framandi. Ekkert var eins og heima því hann var ekki hér. Sennilega myndi hún aldrei sjá hann aftur. Aldrei tala við hann aftur. Aldrei halda í hönd hans aftur. Því var öllu lokið. Hún leit ekki björtum augum á framtíðina. Hún kveið því að stíga um borð og flytjast með straumum hafsins til annars lands, annars fólks og annarrar menningar.
Hún hræddist framtíðina. Hver var framtíðin? Myndi framtíðin vera miskunnsöm?
Bjalla hringir.
Rödd kallar á aðrar sálir að ganga um borð.
Brak í trégólfi.
Hún fylgir straumnum um borð í skipið. Allt fullt af fólki - framandi, ókunnugu fólki. Mannhafsstraumnurinn leiðir hana í skut bátsins. Hún stendur þar ein. Báturinn hreyfist - hreyfist fjær bryggjunni. Hún stendur ein í skutnum, horfir með söknuði og sorg í hjarta til landsins sem fjarlægist stöðugt, hugsar um hann, döpur.


—–
Jamms….fyrsta örsagan mín hérna……ekkert meistaraverk og örugglega söguþráður sem er út í hött…. en mig langaði samt að setja þetta hérna….kem kannski með eitthvað betra seinna.. we never know!!!!<br><br>——-

P.S. ég hét áður izz

<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Believe and you will find your way</i><br><h
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.