Sverrir var búinn að æfa sig og æfa en var samt ekkert mjórri. Honum kveið rosalega fyrir fyrstu þrautinni. Honum hafði verið sagt að koma niður á höfn svo hann var búinn að reikna út að þetta tengdist sjó hann var búinna að æfa sig að kafa og synda í nokkra daga og var orðinn nokkuð góður hann var meira að segja hættur að nota kút. Þrautinn átti að byrja næsta dag og hann fór snemma að sofa svo hann yrði vel vaknaður fyrir þrautina. Næsta dag svaf hann næstum yfir sig en hann náði að komast á höfnina áður en dómararnir fóru.þeir byrjuðu að óska honum til hamingju og allt það. Svo sögðu þeir honum að hann ætti að fara niður í hafið og ná í fjarsóðinn. Sverrir hugsaði að það yrði örugglega auðvelt en hann skipti um skoðunn þegar dómararnir sögðu að fjarsóðurinn væri inní maganum á risastórum kolkrabba. Þá varð sverrir mjög smeykur. Hann bjóst við að verða í brynvörðum búning en allt sem hann fékk var gömul slitinn sundskýla. Þegar hann var kominn niður í hafið ogvar byrjaður að leita fann hann ekkert . Þegar hann var búinn að leita í 1. ár fann hann Kolkrabban undir stórum steini. Sverrir var skíthræddur og ætlaði að hlaupa í burtu en hann gat það ekki því hann var í vatni svo að hann synti í burtu, en kolkrabbinn elti hann og hann sagði “komdu þarna sveskjan þín ég hef verið svo einmanna undanfarið og mig vantar einhvern til að tala við má ekki bjóða þér te eða eitthvað?” Þá varð Sverrir himinlifandi og þáði boðið þegar þeir voru búnir að drekka nægju sína af tei spurði Sverrir hann hvort hann mætti fá fjársjóðinn sem var í maganum hans. Þá sagði Kolkrabbin að hann væri að fara í hjartaskurðsaðgerð og að Sverrir gæti beðið læknana um að taka fjársjóðinn í leiðinni. Þá var Sverrir ennþá meira himinlifandi og spurði hvenær hann ætti að fara í þessa aðgerð. Kolkrabbin sagðist fara eftir 2.mánuði. .Þá varð Sverrir himinleiður og sagði en þá verð ég búinn með súrefnið!!! Þá sagði kolkrabbin en það verður að hafa það. Þá sagði Sverrir “En ég get ekki beðið svo lengi” og hann tók upp hníf og hjó af honum einn arminn en þá óxu 1259 aðrir í staðinn þá hugsaði hann hvernig á ég að drepa hann. En þá kom honum snjallræði í hug, hann ætlaði að drekkja honum! Hann tók um hálsinn á honum og slengdi honum niður á botnin og hélt honum þar þangað til að hann drukknaði. Síðan skar hann upp magann á honum og byrjaði að leita en þá réðust fullt af hvítum blóðkornum á hann og hann dó….næstum því. Hann sagði sjáið þarna eru bakteríur og benti fyrir aftan blóðkornin en þær litu strax fyrir aftan sig. Þegar þær litu til baka var Sverrir horfinn. Þegar hann var kominn til dómarana fattaði hann að hann hefði gleymt fjársjóðinum í sjónum. Og hann fór ofan í að sækja hann en það tók hann annað ár að finna hann aftur. Þegar hann kom aftur upp með fjársjóðinn voru dómararnir búnir að leggjast í vetrardvala. En hann hafði komið með réttan fjársjóð og allt það og hann stóðst þrautina.