“Vaknaðu Eir minn þú þarft að fara í vinnuna.”
Ég vakna, blóta einhvað á óþekktu máli, nudda augun og rís upp.
Mamma er farin aftur út úr herberginu. Þótt ég þori ekki að viðurkenna það en þessi kona er mér allt. Þegar ég flúði frá pabba þá gerði hún allt til að fá fullt foræði yfir mér.
Pabbi minn er fyllibytta sem að lamdi allt sem fyrir honum varð þegar hann kom fullur heim. En þökk sé þessum fjandans karlrembu dómara sem sjálfur átti við áfengisvandamál tók það mömmu hálft ár að fá fullt forræði yfir mér.
Þegar ég hætti í skóla studdi hún mig og hún hefur hýst mig jafnvel þó ég sé hreinræktaður slóði.
Ég labba í vinnuna, Bónus, hann er stutt frá húsinu okkar. Allt í einu heyrist öskur. Það er stór vírgirðing. Hinum megin við hana er stórt sund. Allt í einu klessist andlit á stelpu við girðinguna. Hún öskrar. Þetta er sama öskrið og ég heyrði áðan.
Maður heldur henni og lemur henni í girðinguna.
“KOMDU ÞÉR Í BURT!” öskrar maðurinn og sýnir mér merki lögreglunnar. “Ég er að handtaka hana. Djöfuls dópistalýður.”
“NEI EKKI HLUSTA Á HANN NEI!!!” öskrar stelpan.
Ég flýti mér í burtu. Lögreglumál.
Góðann daginn. Einhvað fleira? Gjörðu svo vel. Þetta er setningar sem maður verður að læra ef maður ætlar að vinna í Bónus.
Ég labba heim glöð í bragði. Ég stoppa við vírgirðinguna. Lögreglumaðurinn er sennilega farinn með þennan dópista á lögreglustöðina.
Það er einhver hinum megin við hliðið. Það er hurð á hliðinu. Ég opna hana. Hún var ryðguð föst svo það tók mig talsverðann tíma að opna hana.
Eða nei þetta lítur fremur út fyrir að vera ruslapoki. Bjáninn ég. Eða nei. Ruslapokinn er með andlit.
“Ó guð, guð.”
Þetta er hún. Stelpan sem að löggan var að handtaka í morgun. Handtaka? Hvernig get ég látið. Ég lét gabbast bara út af því að maður sýndi mér lögreglumerki.
Stelpan er svona nítján tuttug, um það bil jafngömul og ég.
Hún starir á mig. Mig langar að snúa við. Mig langar að labba í burtu. Ég sný mér við. Stelpan horfir á mig. Ég sný mér aftur að henni. Ég tek upp símann minn og hringi í neyðarlínuna.
“Það hefur verið morð.” segir ég kaldari röddu.
Ég segi staðsetninguna og heyri að lögreglan sé á leiðinni. Ég sest niður og bíð. Ég teygi hendina í átt að stelpunni. Ég get ekki þolað þetta. Hún myndi vilja að ég gerði þetta. Ég loka augum hennar og set hendur hennar í kross.
Allt í einu finnst mér líkt og ég sé komin á Norðurpólinn.
Hann var í lögreglunni.