Dagur úr lífi mínu.
Ég hrekk á fætur við vekjaraklukkuna. Teygi úr mér og hlakka til dagsins. Ég fékk góða vinnu í miðbænum, og þetta er 3 dagurinn. Reyndar er þetta bara ritaravinna, en vel borguð og skemmtilegt fólk.
Ég stend upp úr rúminu og nudda stýrurnar úr augunum.
Labba inn í baðherbergi og kveiki á sturtunum. Set hausinn í volga vatnið. Kl er 7:00 og síminn hringir og ég hrekk upp og flýti mér úr sturtunni og svara. Þetta er yfirmaðurinn minn, hann spyr hvort ég geti komið aðeins fyrr í vinnuna, eða kl 8:00 í í staðinn fyrir10:00. Ég segi ekkert mál. Ég klæði mig í buxurnar og drýf mig út.
Fólkið streymir um göturnar glatt í bragði. Ég er alsæll með lífið í þessari stórkostlegu borg. Ég sé fallegu og stóru blokkina blasa við mér. Ég labba inn segi góðan dag við alla og tek liftuna upp á 89 hæð. Það er allt á fullu eins og vanalega, og ég mæti yfirmanni mínum og hann fylgir mér að borðinu mínu og segir mér að gera þessar skýrslur fyrir sig því hann er að fara á fund annars staðar. Ókei segi ég og hann hraðar sér í burtu. Ég vindi mér í verkið. Kl er 8.30. og ég horfi á skýrslurnar og hugsa, ó sheet. Allt í einu heyri ég mikinn hvell og brot hljóð. Ég segi hvað í fjáranum. Eftir þennan rosalega hvell heyri ég mikil óp. Ég kíki gegnum gluggann og sé að flugvél hefur klesst á næstu blokk við hliðina. Allt fólkið í hinni blokkinni hópast á einn stað. Kona heldur á litlu barni og horfir beint í augun á mér og hvíslar að mér, hjálp.
Svo hverfur hún í reykinn. Og ég sá hana ekki aftur. Ég stend upp og reyni að koma mér út en hitt fólkið eru líka að reyna að komast út. En svo horfi ég út um gluggann og sé aðra flugvél óvenju nálægt. Hún flýgur á hliðina á fallegu og stóru blokkina sem ég var í. Nú var fólkið hrætt, ég viðukenni að ég var líka hræddur en hugsaði ekkert um það. Ég vildi bara komast út og hringja í fjölskyldu mína og segja þeim að það væri allt í lagi með mig.
Liðinn var hálftími og ég var ekki en kominn út. Bara á sömu hæð.
Kona við hliðina á mér sat bara þarna stjörf, hún hreyfði sig ekki, ég labba að glugganum og opna hann og lofta út. Ég sé fólk í hinni blokkinni fara út um gluggann og stökkva. Þau stukku bara eins og ekkert væri. Og það eina sem beið þeirra var hörð jörðin.
Ég labba að hinni hliðinni á húsinu og ýti á liftuhnappinn en ekkert gerist. Hvað er eiginlega að helvítis liftunni. Nú var eina leiðin að fara niður stigann. Ég hleyp um hræddur og sé fólkið hreyfingarlaust á jörðinni. Og þarna var stiginn en það var árangurslaust að komast niður, því fólkið hafi reynt liftuna en ekki gekk það og reynt stigann. Ung stúlka dettur í troðningnum, ég stend þarna bara og reyni ekki einu sinni að bjarga henni. Skelf bara. Fólkið er svo hrædd og hleypur bara yfir hana. Hún öskrar á hjálp en enginn reynir einu sinni að hjálpa henni.
Svo allt í einu hleyp ég að henni og ríf hana upp. Og dreg hana í burtu. En hún var illa særð. Ég dreg hana að glugganum. Ég sit í glugganum og býð bara. Býð eftir hjálp. En hún kemur ekki. Ég horfi niður og sé fólkið hlaupa um hrætt. Og sklökkvuliðsmenn keyra um. En allt í einu heyri ég miklar drunur og sé loftið hrynja yfir mig. Ég horfi á stelpuna og hún horfir á mig meðan við hringjum með blokkinni.