Komið öll sæl!
Ég er að koma á laggirnar bókmenntatímariti þar sem að grasrótin fær að njóta sín, þe. höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Allt of lítið er um miðla fyrir alla þá fjölmörgu sem langar til að verða rithöfundar eða skáld. Útgáfur taka gott sem aldrei áhættur með unga höfunda, þeir bíða frekar og sjá hvort að einhver önnur útgáfa tekur áhættuna. Þar af leiðir er mjög erfitt fyrir ungskáld að fá útgefið efni sitt. Auk þess eru hér á landi ekki nein tækifæri til að fá gefna út eina sögu, eitt ljóð eða stuttan texta, að TMM frátöldu (kemur út örsjaldan á ári) og smásagnahefti Nýs lífs (sem vill bara ákveðna tegund af sögum). Í þessu tímariti mínu hef ég hugsað mér að hafa eingöngu sögur eða ljóð, ekki fræðitexta nema í mjög takmörkuðu magni og reyna frekar að beina sjónum að því að koma ungu og hæfileikaríku fólki á framfæri.
En til þess að þetta gangi upp þarf talsvert efni í blaðið. 'Eg hafði hugsað mér að það kæmi út á þriggja mánaða fresti og innihéldi að jafnaði 5 sögur og 10-20 ljóð. Mig vantar efni, því vart fer ég að fylla blaðið af efni eftir sjálfan mig. Endilega sendið allt sem ykkur dettur í hug að myndi passa í svona blað á e-mail: <a href=“mailto:verdanditimarit@hotmail.com”>verdanditimarit@hotmail.com</a>. Höfundarréttur er virtur og fyllsta trúnaðar gætt. Ég mun láta ykkur vita hvort að ykkar texti komi út eða ekki. ég tek þó skýrt fram, að ég stunda ekki prófarkarlestur fyrir ykkur, þið þurfið sjálf að tryggja að ykkar textar séu villulausir. Ég birti EKKI sögur sem eru stútfullar af stafsetningar- og málfræðivillum.
Auk þess langar mig að benda öllum sem hafa áhuga á að fá blaðið sent til sín (BLAÐIÐ ER ÓKEYPIS OG MUN EKKI KOSTA YKKUR KRÓNU!!!) þurfa að senda mér email addressuna sína á sama veffang og áður kom fram:<a href=“mailto:verdanditimarit@hotmail.com”>verdanditimarit@hotmail.com</a>. Blaðinu er dreift á netinu og kostar viðtakendur/áskrifendur ekki neitt. Þetta er algerlega hugsað sem framtak til að koma ungu fólki á framfæri í bókmenntaheiminum.
Takk fyrir.