Það var skuggalegur náungi á vappi eftir háværu stræti.
Næturklúbbar borgarinnar voru allir opnir og í suðupunkti.
Hann var í löngum kuldalegum frakka og var ekki sérlega glaðlegur að sjá. Það var rigning. Hann gekk út úr strætinu, út úr hávaðanum og látunum og inn í hverfi fátæktar og munaðarleysis.
Það var erfitt að ganga um stræti þessa hverfis án þess að gefa einhverju barninu smáaur. Hann var miskunsamur, hann kærði um aðra, hvernig sem þeir litu út. Hörundslitur, tunga eða stétt skipti hann engu máli. Hann fálmaði inn í þurran frakkan með blautri hendinni og tók upp peningaveski. Hann henti nokkrum aumlegum smápeningum í átt að einum kuldalegum ósvefnvænum pappakassa sem var því miður húsnæði 4 munaðarlausra barna.
Hann varð alltaf hryggur hér um slóðir og stundum átti hann til að fella tár. Það gerði hann að vísu ekki núna, nógu mikil var bleytan fyrir. Hann var nú komin frá fátæktinni og komin inn í mun glæsilegri húsaþyrpingu. Við eitt húsið staðnæmdist hann. Þetta hús var fallegt brún-rautt múrsteinahús með ekta frönskum svölum á efri hæðinni. Hann gekk upp blaut þrepin að útidyrunum og þreifaði í leiðinni eftir lyklunum sínum í víðum vasa frakkans.
Eins og alltaf þegar það var grenjandi rigning voru lyklarnir búnir að vefjast um vasann svo erfitt var að ná þeim. Loks náði hann lyklunum köldum og rökum og steypti þeim inn í skráargatið og snéri lyklinum.
Paul Gouvért franskur auðmaður gekk inn í húsið , tók rennblautan frakkann af sér og hengdi hann á snaga á fagurgrænann vegginn.
Konan hans hafði látist fyrir fáeinum árum og nú var hann dálítið einmana. Hann var byrjaður að vinna eins lengi frameftir og húsvörðurinn leyfði honum svo hann þyrfti ekki að koma snemma heim í stóra tómlega húsið sitt.
“Gott kvöld monsjör” heyrðist sagt blíðlegri röddu fyrir utan anddyrið.
“Gott kvöld Julia” sagði Paul um leið og hann gekk inn í stofuna og þar var Julia þjónustustúlkan hans standandi með silfurbakka með vindlingum á, falleg og kynþokafull eins og vanalega.
Paul fór greip einn feitan vindling og kleip í rassinn á henni eins og ævinlega. Hún kipptist til og flissaði.