1 Kafli -
Um mig.


Hæ! hæ! ég heiti Sara og ég ætla að verða riddari. Ég er 10 ára og verð 11 í júlí, mamma segir að ég sé alger strákastelpa. Besti vinur minn er munaðarlaus strákur sem heitir Mikki eða öllu heldur Mikael Hörður Harðarson. Hann ætlar líka að verða riddari.
Við eigum bæði hesta, minn hestur er bæði fallegur og gæfur, hann ber líka nafn með rentu, hann heitir Vinur. Merin hans Mikka heitir Traust. Vinur og Traust fengu bæði nafnið sitt þegar þau fæddust. Ég á líka lítinn apa sem heitir Jakob og hann kom með einum kaupmanninum sem kom í litla þorpið okkar. Mikki á líka dúfu sem heitir Petra.
Mamma vinnur í konunglega eldhúsinu en pabbi dó í stríðinu, eins og pabbi Mikka. Ég öfunda Mikka af því að hann er strákur, af því að strákar mega bara vera riddarar.
Jæja ég held að ég sé búin að segja frá öllu.








2 Kafli -
Bréfið.

Mikki kom til mín í dag og spurði hvort ég vildi koma í reiðtúr. Allt í lagi sagði ég. Jakob var ennþá sofandi svo að við fórum án hans. Ég sótti Vin og við fetuðum rólega niður að brauðbásnum. Maðurinn sem sá um básinn þekkti okkur vel og gaf okkur ókeypis brauð og skorpur handa Traust og Vini. Þegar við vorum öll búin með brauðið okkar dró Mikki fram bréf sem skrifað var með skýrum stöfum Mikael Hörður Harðarson. ég gapti. Hver sendir Mikka bréf sem hefur svona fullorðinslega rithönd? Mikki byrjaði að lesa bréfið sem var eitthvað í þessa áttina.
Kæri Mikael.
Ég má ekki senda þetta bréf, svo ég kem mér beint að efninu. Ég er fangi í Drekahelli og þarf nú að komast út, af því að eftir þrjár vikur verða tveir menn líflátnir. Ég segi ekki hverjir það eru af því það gæti valdið þér miklum áhyggjum
Þín ástkær móðir
Elísabet.
P.s. Skoðaðu kortið sem fylgir með.
„Vá mamma að senda mér bréf“ sagði Mikki. Þetta hljóta að vera mistök.
„Nei bjáninn þinn, það stendur á umslaginu“ sagði ég og benti á umslagið og las.
„Mikael Hörður Harðarson“.














3 Kafli -
Búist til ferðar.
Við vöknuðum fyrir allar aldir og bjuggumst til ferðar. Við þurftum að taka fullt af dóti með okkur. Þegar við vorum búin að búa okkur lögðum við af stað. Ég Jakob, Mikki, Traust, Vinur, og Petra.
„Það stendur á kortinu að við eigum að fara veginn sem liggur framhjá akrinum“ sagði Mikki þegar þau riðu framhjá markaðstorginu.
Við fórum á stökki fram hjá eplasala og mörgum fleirum og loksins framhjá akrinum.
„Við förum bráðum framhjá Háskahólum“ sagði Mikki. „Við skulum æja þar og fá okkur í svanginn“ sagði hann.
„Er það ekki áhættusamt?“ sagði ég.
„Iss stelpur hafa alltar áhyggjur“ sagði Mikki. Petra kurraði reiðilega og settist á öxlina á mér.
„Sko“ sagði ég „eru þetta ekki hólarnir?“
„Jú þetta eru þeir, og samkvæmt kortinu eigum við að vera komin að bæ Glaðsannsa undir kvöld“ sagði Mikki og stöðvaði Traust.
Við borðuðum okkur södd og ætluðum að halda ferðinni áfram. Þá fattaði Mikki að hann væri fastur við jörðina. Ef hann reyndi að losa sig sökk hann dýpra ofan í jörðina.
„Hjálp – Sara – Hjálp !!!!“
„Hvað? Sástu kónguló?“sagði ég.
„Nei, ég er fastur“ sagði Mikki örvæntingarfullur.
„Viltu losa mig?“
Ég ákvað að svara þessu ekki, en byrjaði að bisa við að toga hann á fætur, en þá birtist kona, bara eins og úr heiðskýru lofti. Mér brá. Hvaða kona var þetta. Konan brosti illkvitnislegu brosi til mín. Þegar ég horfði betur á konuna sá ég að þetta hlaut að vera huldukona sem ætlaði að taka Mikka ofan í jörðina og gera hann að þræl sínum. Mikki gerði sér líka grein fyrir því hver örlög hans voru því skelfingin lýsti úr andlitinu.
Ég sagði „komdu Mikki, drífum okkur.“
„Og hvernig á ég að standa upp? ég ætti kannski bara að bera jörðina á rassinum til eilífðar.“
„Láttu ekki eins og bjáni, ég held ég viti hvernig við losum þig. Hugsaðu stíft um að þú losnir.“
Huldukonan bjóst til að taka Mikka ofan í jörðina.
„Farðu“ sagði Mikki við mig „farðu og haltu leitinni áfram.“
„Nei, ég skil þig ekki eftir svona“ sagði ég, en þá hvarf huldukonan með stuttu poffi…. og Mikki donk…. losnaði og datt beint á nefið.
Hann stökk síðan á bak Trausti og ég á eftir á bak Vini, en stansaði svo snögglega og hrópaði
„Jakob!!!! Hvar ertu? “
„a..a..a..ú..í..a“ sagði Jakob
„Ó.. þú ert þá þarna.“

Ég veit að þetta er ekkert svo góð saga en hún verður betri…Ég byrjaði líka á henni þegar ég var 10 ára þannig plís ekki vera að gagnrýna hana…Þetta er heldur ekki öll sagan og það kemur meira seinna.
I wanna see you SMILE!