Það var haustkvöld. Vindurinn gnauðaði í glugganum. Allt virtist stefna í rólegt kvöld. En þá heyrðist skrítið hljóð. Allir í húsinu hrukku upp og hlupu út. Svo virtust íbúar í örum húsum einnig gera. Eitthvað var að. Allir litu upp. Og gufuðu svo bara upp.

Friðþjófur vaknaði. Hann reyndi að standa upp en gat það ekki. Hann opnaði augun. Hann sá fullt af fólki í hlekkjum. Minnst 500 manns. Hann var einnig í hlekkjum. Hann sá menn í geimverubúningum. Eða voru þetta menn? Þegar að verurnar komu nær sá hann að þetta voru ógeðslegar, grænar verur. Hann tók eftir því að hann hallaðist upp að glugga. Hann leit út. Hann sá rauðu plánetuna, Mars, færast nær og nær. Hann áttaði sig. Hann var um borð í geimskipi. Á leið til Mars líklega. Jú, þeir voru að fara inn í gufuhvolfið. Og voru lentir núna. Grænu verurnar röðuðu mönnunum upp í röð og sögðu þeim að fara út. Friðþjófur vissi ekki að geimverur töluðu íslensku. Enginn vissi það. Ekki einu sinni Kolbrún. Margir kvörtuðu og sögðu ekkert loft vera á Mars. Þegar að grænu verurnar ýttu þeim fyrstu út og það virtist í lagi með þá, þá fylgdi restin. Þeir voru settir í einhvers konar landfarartæki og lögðu af stað. Brátt komu þeir að höll. Þeir voru leiddir inn í stóran sal. Þarna voru þrjár mannverur í hásæti. Fyrir aftan manneskjuna lengst til vinstri stóð: “Einkasæti fyrir Jesú Krist” Fyrir ofan miðmanneskjuna stóð: “Einkasæti fyrir Guð Almáttugan” Og fyrir ofan sætið til hægri stóð: “Einkasæti fyrir Guðfinnu, konu Guðs Almáttugs og móður Jesú Krists” Allir inni voru ruglaðir. Guð stóð upp. Allir þögnuðu. Guð sagði: “Ókei, í stuutu máli sagt þá setti ég upp uppeldunarstöð fyrir mat þessarar plánetu á næstu plánetu hér við hliðina. Síðan eru teknar sirka 500 manneskjur og hafðar í matinn daginn eftir. Nú fariði í sláturhúsið. Ég þakka þeim sem hlýddu.”

Lífið var að fjara út í Friðþjófi. Hann heyrði í sláturhúsverði segja: “Hvaðan kemur næsti hópur?” “Frá Íslandi, úr Borgarnesi” heyrðist svarað. Og allt varð svart.