Hann gekk niður götuna þannig að hann fékk vindinn í andlitið. Hann þurfti að loka augunum til hálfs til að fá ekki snjó í augun. Snjóbylurinn hafði gengið í tvo daga. Það sást ekkert fólk á ferli enda eki það gott veður til að fara í göngu. Það var komið mitt kvöld og fáir bílar á ferð. Einstaka sinnum keyrði bíll framhjá honum og í hvert skipti leit hann upp til að vera ekki þeim sem hættu sér út í þetta veður. Enda í hvert skipti sem einhver keyrði framhjá litu bílstjórarnir alltaf á hann og hugsuðu með sér hvað þessi maður væri að þvælast úti.
Hann hafði heitið því að koma, hann hafði sjálfur ákveðið stað og stund, Hann gæti ekki hætt við núna. Hann þurftir að fá að vita. Vita það sem hann hefði verið að leita svari við síðustu ár. Síðustu fimm ár. Þessi fimm ár af víti. Að vita það ekki var að naga hann innanfrá og brátt myndi hann ekki þola það lengur. Hann þurfti að vita. Hann myndi ekki getað lifað án þess að vita það. Þó hann þyrfti að ganga gegnum rok og snjó þá var það þess virði.
Hann gek áfram þar til að hann kom að götuhorninu. Þar var sjoppa sem var opin og gekk hann í átt að henni. En í staðinn fyrir að fara inn þá beygði hann inn í sund sem var við hliðina.
Inn í sundinu var dimmt en samt skjól fyrir vindinum. Hann gekk inn í dimmt sundið og leit í kringum sig. Út úr myrkrinu steig dökk vera sem gekk að honum. Þetta var ungur maður sem augljóslega var ekki við hestaheilsu. Það sást á enninu á honum sviti þrátt fyrir kuldann og andlitið eins hvítt og fönnin á jörðinni. Þegar ungi maðurinn var kominn að honum dróg hann djúpt andann eins og hann væri að gera sig tilbúinn til að öskra. En það eina sem kom út úr honum var lítil og óskýr rödd eins og hann hefði reykt of mikið.
“Hvar hefurðu verið? Ég er búinn að bíða eftir þér mun lengur en samið var um.” sagði ungi maðurinn á meðan hann leit í kringum sig eins og hann væri viss um að einhver væri þarna fyrir utan þá tvo.
”Ég tafðist.” sagði sagði hann og tók upp sígarettupakka og tók eina út.
“Ert með það?” sagði ungi maðurinn og leit á hann. ,,Ertu með efnið’”
”Þú færð það um leið og ég fæ það sem við sömdum um.” Sagði hann og kveikti á sígarettunni.
Ungi maðurinn tók upp úr vasa sínum bréfsnifsi og rétti honum. Hann leit á það og leit svo á manninn.
“Hver er þetta? Er þetta sá sem gerði það?”
”Nei, þessi gerði það ekki, en hann tengist því eitthvað” sagði ungi maðurinn og néri saman höndunum af kulda.
“Þú sagðist geta sagt mér hver gerði það.” sagði hann og stakk bréfsnifsinu í vasann.
”Þetta er allt sem ég veit, ég get ekki boðið þér betur. Svona láttu mig nú fá efnið” sagði ungi maðurinn og var orðinn örvæntingafullur.
“Þetta er ekki nógu gott, þetta er ekki það sem við sömdum um.” sagði hann á meðan hann setti hendurnar í vasa.
”Þetta er það eina sem ég get látið þig fá, ég hef engar meiri upplýsingar. Láttu mig ná fá efnið”
“Því miður þá get ég ekki leyft þér að fá eitt né neitt. Þú veist hver ég er núna, þekkir mig með andliti og rödd. Ég get ekki látið það viðgangast, ekki látið þetta viðgangast. Þú sveikst mig. Og enginn svíkur mig. Enginn. Heyrirðu það. Enginn!”
Hann sagði þetta með kraft í röddinni og í leiðinni tók hann upp skammbyssu sem hann hafði falið á bakinu á sér.
”Það svíkur mig enginn” sagði hann og beindi byssunni að manninum. Maðurinn varð skelkaður og ætlaði að hlaupa í burtu en áður en hann komst eitt né neitt hafði skoti verið skotið og það hæfði manninn beint í hnakkann.
Maðurinn datt niður og það blæddi hroðalega úr honum. Hvítur snjórinn litaðist af rauða litnum og bráðnaði í leiðnni.
Hann gekk að manninum þar sem hann lá þarna og blæddi út. Hann setti byssuna niður og tók úr vasanum á frakkanum sínum poka með hvítu efni og kastaði á líkið þar sem það lá.
"Enginn” sagði hann og gekk í burtu, út í bylinn, þar sem enginn gat þekkt hann.
<br><br>Hope u like this :)
Hope u like this :)