———————————————– ——————-
Regla Rósarinnar
1. Kafli
Játningar Prests
Það er föstudagurinn 22. nóvember.
Ég veit ekki hvað klukkan er, og hreinlega þá er mér nokkuð sama. Ég sit einn upp í rúmi og skrifa þetta. Ég veit ekki heldur af hverju ég er að skrifa þetta, mér langaði bara til að skrifa, áður en ég byrjaði vissi ég ekki hvað ég ætti að skrifa. Ég veit það núna. Heimurinn hefur rétt á að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist, og síðast en ekki síst, af hverju það gerðist.
Ég tel sjálfan mig vera mannin til að svara heiminum, til að láta hann vita það sem hann á að vita. Það sem hann á ekki að vita, ætla ég að láta ósagt, en það er aldrei að vita nema ég missi mig hreinlega í skriftir, og láti hann þar af leiðandi einnig vita það sem hann ætti ekki að vita.
Árið er 1604.
Ég er prestur á Engalandi. Það er gott að vera prestur, ég er tiltölulega efnaður, og ég fæ frítt húsnæði og mat, ég bý í dómkirkjunni. Ég er að verða gamall maður, ætli það sé ekki aðallega þess vegna sem ég kýs að skrifa þetta. Dauðinn nálgast, ég veit það og ég get ekkert í því gert, þess vegna tel ég skynsamlegast að sætta mig við það, en áður en ég fer ætla ég eins og áður sagði, að láta heiminn vita hvað gerðist. Hvursu hræðileg öfl voru að verki, þegar Regla Rósarinnar var við lýði. Ef þetta rit mun einhvern tímann koma út, þá veit ég að ég mun hljóta skaða af, en mér er sama, heimurinn verður að vita.
Það verður að segjast eins og er, ég átti stóran part í því að Rósin varð að veruleika, ég er einn af stofnendum hennar, og ég var lengi vel sá grimmasti, ég framdi mörg verk svo ill að mér mun verða vandkvæðum bundið að binda þau í letur, en ég mun gera mitt besta. En ég hef það mér til málsbóta að ég var líka einn af þeim sem knésetti regluna. Ég náði loksins að sjá hvað ég var að gera, og ég reyndi að gera eitthvað í málunum, því miður var það orðið full seint, margir höfðu farið virkilega illa vegna Reglunnar. Ég gerði það sem ég gat, og sameinað átak náði að enda valda tímabil Rósarinnar.
Ég kom aldrei fram undir nafni þegar ég var í reglunni, það gerði enginn, Rósin var leynifélag nokkurra einstaklinga, reyndar vorum við bara nokkrir í byrjun, þá var þetta allt tiltölulega saklaust, en reglan óx, og fljótt urðum við fjölmargir. Ég vil biðja alla þá afsökunnar sem ég braut á þegar ég var í reglunni, hugur minn var ekki að starfa rétt, þeir sem þekktu mig þá, og þeir sem þekkja mig nú, sjá það að ég er breytt manneskja, atburðurinn sem gerðist þegar Reglan stóð sem hæst breytti mér endanlega, sem betur fer til betra.
Ég er ekki til í alvörunni.