Gátan sem opnaði hugann minn.
6. Kafli
En nú dreif Freiðir sig í sturtu og gerði sig kláran í að mæta örlögum sínum sem áttu eftir að breyta lífi hans að eilífðu. Freiðir burstaði tennurnar og greiddi axlasíða hárið sitt og dreif sig svo í fötin sín eftir að hafa lokið heitu sturtunni sinni. Bjargvætturinn hans hún Tinna vildi að hann gerði fyrir sig greiða með því að mæta í ljósmyndastofu pabba hennar og láta ljósmynda sig af því að henni leiddist að láta mynda sig alltaf eina. Tinna langaði svo mjög að sýna heiminum að hún sé loksins búin að fynna rétta kærasta sinn. Tinna Björk Egilsdóttir er rík stelpa og gullfalleg en hefur oft átt í vandræðum með að kynnast strákum af því hún er feiminn við þá. Hún ákvað að rjúfa feimnina sína eftir að hafa kynnst Freiði á netinu en hún var samt ekki að auglýsa sig á netinu að hún væri á lausu eins og 27 ára gamli bjáninn gerði þar. Sá lenti aldeilis illa í því. En nú er hann sjálfur hættur svoleiðis. Enda er hann nefnilega hættur að vera með kynlíf á heilanum eftir síðustu kynlífsreynsluna sína. En mörgum þótti samt afar vænt um þennan miskilda grínara. Freiðir lærði líka heilmikið af hans lífsraunum og mistökum og passaði sig að verða ekki alveg eins og hann. Hann vildi sýna af sér meiri þroska og skynsemi en sá gamli sýndi af sér á neitspjallrásinni. En jæja nóg um þann bjána. Freiðir setti á sig rándýrt raksprey sem pabbi hans á og setti svo djell í rennblauta hárið sitt. “Svona núna hlýt ég að vera nógu fínn fyrir þessa myndatöku”. Hugsaði Freiðir með sér og fór svo í svarta úlpufrakkann sinn og gekk frá öllu í heimili sínu áður en hann hélt af stað. Og loks læsti hann húsinu á eftir sér og gekk að næsta strætóskýli til að taka strætó til að komast alla leiðina til ljósmyndarstofuna til að hitta kærustuna sína. Um leið og strætóbíllinn kom tók tók Freiðir upp græna strætókortið sitt úr veskinu sínu og flassaði því fyrir framan strætóbílstjórann og þegar vagnstjórinn hafði tékkað á græna kortinu hans gaf hann Freiði leyfi til að setjast í sætin. Freiðir ákvað samt að setjast ekki. Hann vildi frekar standa aftast í vagninum. Og vagninn hélt svo af stað. Þegar strætóvagninn var kominn hálfa leiðina að ljósmyndastofunni sem Freiðir átti að mæta brá honum heldur betur þegar hann sá Bjarneyju koma með brúnhörundslitaðan strák inn í strætóið sem hann hafði aldrei séð áður í skólanum. Og þegar þau höfðu borgað bílstjóranum settust þau saman í sætið og strákurinn setti höndina yfir á öxlina á Bjarneyju eins og þau væru alvöru kærustupar. Freiðir reyndi sem mest að láta Bjarneyju ekki sjá sig en ákvað samt að njósna um Bjarneyju enda var ekkert annað að gera á meðan hann stóð í vagninum. Freiðir sá oft kærastann hennar knúsa og kyssa hana enda voru mjög fáir í strætó. En svo sá hann allt í einu til Bjarneyju taka upp peningaseðla úr úlpunni sinni og afhenda stráknum. Hann lét hana fá einhvern lítinn plastpoka í staðinn sem Freiðir átti erfitt með að sjá hvað það var almennilega enda var Bjarney fljót að stinga því í vasann sinn. En þá stóð strákurinn upp og gekk í áttina þar sem Freiðir stóð aftast í vagninum. Dularfulli strákurinn hafði þegar verið búinn að ýta á stansbjölluna og var á leiðinni út úr vagninum.
Bls.51
Og vagninn stoppaði svo og út fór dularfulli brúnhörundslitaði strákurinn án þess að Bjarney var í fylgd með honum. Og þegar Freiðir ætlaði að reyna að nálgast hana til að heilsa Bjarneyju og spurja hana um dularfulla strákinn, þá hafði gömul kona sest við hliðina á Bjarneyju sem kom nýlega inn í strætóið. En þá jókst feimninn hjá Freiði og hann ákvað þá að sleppa því að tala við Bjarneyju. En hann hafði samt ýmsar grunnsemdir um hana og um strákinn. En nú var komið af því að Freiðir fari líka út úr vagninum enda var hann kominn akkúrat á áfangastað. Hann ýtti því á stansbjölluna vagnsinns og vagninn stoppaði á einum strætóskýlinu og Freiðir gekk síðan út en Bjarney var enn inni í vagninum. Sennilega var hún að fara lengra með vagninum í bæinn. En nú hafði Freiðir áhyggjur af öðru máli. Hann leit á armbandsúrið sitt til að tékka hvort hann sé á réttum tíma og já það var hann. Hann gekk svo að húsinu þar sem ljósmyndastofan er og svo gekk hann inn þar sem móttökukona var á staðnum til að svara ýmsum spurningum fyrir viðskiptavini. Um leið og Freiðir kom inn þá spurði móttökukonan við Freiði um leið og hún heilsaði honum. “Góðan dag hvað get ég gert fyrir þig vinur?”. “Ég heiti Freiðir V.Íngjaldsson og átti að verða mættur hérna til að vera ljósmyndaður með stelpu sem er á sama aldri og ég er á sem heitir Tinna Björk Egilsdóttir sem vinnur hér sem ljósmyndafyrirsæta”. Sagði þá Freiðir kurteisislega við móttökukonuna til að tilkynna komu sína. Konan tók upp lista yfir skjöl og tékkaði svo á því hvort nafn Freiðirs var þar að finna. “Sagðistu heita Freiðir V. Íngjaldsson?”. Spurði þá unglega og barmastóra ljóshærða konan sem var í hvítum bol með merki ljósmyndarstofunnar og var með lítinn símamíkrófón á höfðinu. “Já það er rétt”. Svaraði þá Freiðir. “Já allt í lagi ég sé núna að þú ert hér skráður á listanum og mætti ekki þá bara bjóða þér sæti vinur? Hann Egill ljósmyndari kemur svo á eftir. Egill Sighvatsson ljósmyndari er faðir Tinnu og gæti því kannski verið tilvonandi tengdapabbi Freiðis ef hann tekst að halda spilunum sínum réttum í hendinni sinni. Það leið 10 mínútur síðan og ekki enn bólaði á Tinnu né pabba hennar sem áttu að koma til að taka á móti Freiði. Freiðir var að verða mjög óþolinmóður og stóð upp úr sætinu og ákvað að fara aftur til mótökukonunar og spurði hana af hverju þau voru ekki enn komin. Hún sagðist ekki vita það sjálf en bað samt Freiði að hinkra örlítið lengur. Loks eftir 13 mínútna lengra bið komu þau feðginin loksins bæði saman í húsið. ”Freiðir hæ!“ Hrópaði þá Tinna í Freiði um leið og hún sá hann. ”Pabbi þetta gæinn sem ég var að tala um!“ Sagði hún svo spennt og ánægð við pabba sinn. ”Finnst þér hann ekki smellpassa í þetta hlutverk pabbi?“ Spurði hún svo við pabba sinn. Freiðir skyldi ekkert um hvaða hlutverk Tinna var að tala um við pabba sinn. En hann heilsaði henni samt sem áður og tók í hönd pabba hennar. Freiðir virtist vera mjög feiminn á svipinn við þau bæði enda var hann mjög stífur í framkomunni sinni. ”Freiðir ég byðst bara innilega afsökunnar á því að við komum svona seint en ég fékk nefnilega annan tíma hjá tannlækninum af því að önnur hafði tekið minn tíma þegar ég átti að mæta um hádegið og þú veist ég var svo mikill klaufi að sofa yfir mig þá“.
Bls.52
”En jæja það er svona næstum því búið að lappa upp á mér tönnina sem brotnaði en ég ætla að bara að passa að brosa ekki með tennurnar skínandi út úr mér í staðinn“. ”En mikið rosalega er ég ánægð með það að þú nenntir að bíða eftir okkur“. ”Ég var svo hrædd um að þú værir farinn“. ”Það nefnilega átti að mæta með mér annar strákur en hann er æfir spark-karate og hann fékk fast spark í andlitið af æfingafélaga sínum og nefbrotnaði um leið og þess vegna var ég í algjörum vandræðum í dag“. ”Og við erum á síðasta snúningi við að skila myndunum til tímaritsins sem myndirnar okkar eiga að fara í !“. Sagði hún svo kát til hans Freiðirs. ”Tinna þetta er allt í lagi“. ”En ég játa að ég var næstum því farinn út!“. Sagði þá Freiðir samviskulega við Tinnu sem starði enn skælbrosandi til hans. ”Ég myndi skilja það alveg vel Freiðir minn en takk fyrir að vera svona hreinskilinn við mig“. ”Ég kann svo vel að meta stráka sem eru blíðir og góðir og er hreinskilnir“. ”Þannig get ég treyst strákum betur“. ”Þú veist nú vel að það er eingum hægt að treysta eftir þessa hræðilegu uppákomu í skólanum okkar“. En nú erum við Bjarney hættar að vera vinkonur af því að hún laug að mér um þú veist…!”. “Ha?” “Já auðvitað skil ég þig alveg Tinna mín hvað þú áttir við!”. “En á meðan ég man”. “Á Bjarney nokkuð kærasta?”. “Kærasta??” Sagði þá Tinna hissa. “Nei hún er á lausu”. “Það er skrítið því ég sá hana í strætó faðmandi og kyssandi einhvern blökkustrák sem var í hermannajakka með svarta húfu á hausnum og hann var í grænum og síðum sportbuxum og hann var að selja henni eitthvað!”. “Hmm ég kannast ekkert við þetta Freiðir minn”. “En Freiðir komdu aðeins inn á skrifstofuna á meðan pabbi er að gera allt klárt fyrir ljósmyndatökuna svo við getum rætt um þetta betur. ”Allt í lagi!“ Sagði þá Freiðir. Og þau fóru inn á skrifstofu. ”Jæja Freiðir þá erum við loksins ein saman en við skulum samt tala um hana Bjarneyju“. Sko það sem ég vildi segja um Bjarneyju er að hún hefur verið mjög þunglynd undanfarið og hún hefur oft verið að velta sér mikið yfir dauðanum”. “Hún var oft með dauðarokk á geislaspilaranum þegar ég var í heimsókn hjá henni”. “Og hún semur svo líka ljóð um dauðann sinn í dagbókina sína”. “Ég nefnilega hef oft laumast til að kíkja í dagbókina hennar án þess að hún taki eftir því”. “En þú verður að skilja að foreldrar hennar eru algjörir drykkjualkar og þau eru oft líka að rífast fyrir framan hana”. “En svo er annað sem ég veit að það er mjög viðkvæmt að tala um en ég ætla samt að segja þér það Freiðir”. “Hún Bjarney var….var …misnotuð kynferðislega í æsku af föður hennar”. “Hún hefur nefnilega aldrei kært föður sinn út af þessu en hún hefur samt sagt mér þetta sjálf en hver trúir 14 ára krakka nú til dags?”. “Freiðir þú lofar samt að segja eingum sem ég var að segja þér?” “En ég veit að þú er góður drengur í þér og mjög hjálpsamur við aðra og ég á að geta treyst þér er það ekki?”. “Mig langar líka að byðja þig um enn einn greiða fyrir mig”. “Og hvaða greiðir er nú það Tinna?”. Spurði þá Freiðir við Tinnu. “Hérna geturðu hjálpað mér að koma henni komast á rétta braut í lífi sínu?”. “Ég held líka að hún sé þegar fallinn inn í fíkniefnaheiminn”. “Þú verður líka að skilja að hún á bágt greyið”. “Hún býr við ömurlega aðstæður heima hjá sér”. “Bróðir hennar Gunnar sem þú veist sjálfur er aðalfantur skólans en hann er sá eini sem þykir mest vænt um hana en henni finnst hún vera of mikið ofvernduð af honum.
Bls.53
”Hún er nefnilega alltaf með sýndarmennsku skilurðu?“. ”Henni finnst hún svo fullorðinn og þykist oft geta gert hitt og þetta þú skilur auðvitað hvað ég á við Freiðir?“. ”Tinna ég verð þá líka að segja þér eitt. Ólöf vildi líka að hjálpi henni og ég var svoldið tregur við það fyrst en nú sé ég það loksins að það eina sem við getum gert fyrir hana. Við ættum að getað talað við félagsráðgjafa til að hjálpa henni að glíma við þetta vandamál og…!“. ”Freiðir og Tinna!!!“ Kallaði þá faðir hennar Tinnu til þeirra beggja. ”Það er allt orðið klárt núna fyrir myndatökuna ykkar!“. ”Allt í lagi pabbi!“. Sagði þá Tinna og um leið og pabbi hennar Tinnu fór aftur að ljósmyndasettinu sínu þá hélt Tinna áfram að spjalla við Freiði. ”Freddi getum við þá rætt um þetta betur eftir myndatökuna?“. ”Jájá að sjálfsögðu getum gert það Tinna mín!“. Svaraði þá Freiðir. ”Jæja krakkar þið eruð þá klár í slaginn?“ Spurði þá pabbi hennar Tinnu. ”Já, já við erum klár!“ Svaraði þá Tinna aftur við pabba sinn til baka. Freiðir var ennþá feiminn við pabba hennar Tinnu og var frekar hljóður. ”Jæja þú ert þessi Freiðir sem Tinna dóttir mín hefur verið að tala um?“ Spurði þá pabbi hennar brosandi til Freiðis. ”Ha?“ Uuuh já!” Ég er hann!“ Svaraði þá Freiðir hikandi og var farinn að roðna. ”He, he já hún er bara ansi sæt stelpa fynnst þér það ekki Freiðir?“ ”Eee auðvitað!“ Svaraði þá Freiðir ennþá hikandi. Tinna horfði á á meðan Freddi var í ljósmyndatökunni og brosti hugfangin til Freiðis. ”Jæja farðu þá og stattu þarna inní sturtuklefanum og endilega farðu úr svarta jakkanum þínum“. ”Ertu ekki hvorteðer að svitna í þessum þykka jakka Freiðir minn?“. Án þess að svara Agli þá fór Freiðir úr jakkanum og stóð svo í sturtuklefanum og gerði sig klárann fyrir myndatökuna. ”He, he ertu alltaf svona feiminn við alla elsku kallinn minn?“ Spurði þá Pabbi Tinnu sem reyndi að fá Freiði til að brosa betur. ”Ha?“ ”Nei ég er bara smá stressaður ekkert annað!“. Játaði þá Freiðir loksins. ”Vertu bara alveg afslappaður Freiðir og tæmdu bara hugann þinn til að losa þig við allar þínar áhyggjur sem þú hefur á þér og þá ætti þér að líða vel“. ”Þannig fer líka dóttir mín að þessu“. ”Hún er nefnilega svo feimin líka í eðli sínu en ég kann einmitt alltaf ráð við því“. ”Og jæja svo ég hætti þessu masi þá skulum við barasta drífa þetta þá bara af. Og Egilll smellti svo þokkalega mikið með myndavélina á Freiði sem stóð stjarfur í klefanum í rauðu peysunni sinni og svörtu gallabuxunum sínum og reyndi eins vel og hann gat að vera ekki hallærislegur á myndunum. Og tíminn leið og leið og Freiðir var að verða meira afslappaðri og ófeimnari við pabba Tinnu og brosti svo loks áhyggjulaus til hans og loksins lauk þessu myndatökum á Freiði. Og loks var komið að Tinnu og hún var beðinn af pabba sínum að sitja á gluggasillu og Freiðir sá að hún passaði sig að sína ekkert tannabros á meðan myndatöku stóð. Og loks kláraðist þessi myndartaka líka. “Jæja þá er þessu lokið í dag!”. Sagði þá pabbi Tinnu við þau bæði. “Freiðir ég vil bara þakka þér kærlega fyrir að hafa komið og reddað þessu fyrir okkur”. “Þú ert bara bísna efnilegur í þessu”. “Þú ættir kannski að leggja þetta fyrir þig í framtíðinni svona fjallmyndarlegur maður!” Sagði pabbi Tinnu sem hrósaði Freiði og var afar ánægður með hann. “En jæja Freiðir minn viltu ekki fá far heim með okkur?” “Ég get alveg skuttlað þér ef þú vilt?”. “Þakka þér kærlega Egill !”.
Bls.54
Sagði þá Freiðir ánægður og var reyndar feginn að fá ókeypis far heim enda finnst honum hundleiðinlegt að ferðast í strætó. “Tja já ætli ég þyggi það ekki bara!”. Tinna og Freiðir og Pabbi hennar Tinnu lögðu svo af stað heim til Freiðis og Tinna kyssti svo Freiði beint á munninn þegar þau voru kominn rétt fyrir utan húsið hans Freiðirs og án þess að Freiðir reyndi að verjast og hann kvaddi hana líka með því að kyssa hana líka um leið og hann gekk út. Og pabbi hennar ók síðan af stað en ákvað samt að spjalla við ástfangna dóttur sína. “Jæja Tinna mín þetta virðist bara ágætis strákur eins og þú varst að reyna að segja mér!”. “Já hann er það svo sannarlega!”. Svaraði hún þá pabba sínum og var mjög stolt yfir því að hafa fundið réttu manneskjuna til að vera saman með. “Ertu ekki bara alveg rosalega hrifin af honum elskan mín?”. “Pabbi, æi góði slappaðu af þarna!” Sagði hún þá og var orðinn frekar pirruð út spurningarnar frá afskiptasömu föður sínum sem glotti og flissaði að henni. “Ég meina hann er ósköp sætur strákur og svona ok en ég er bara ekki alveg viss þú skilur pabbi?” “Já já auðvitað skil ég þig elsku ástin mín en nú skulum við drífa okkur á Subway og fá okkur snarl sem við getum tekið með heim!”. “Freiðir var kominn heim til sín og fór í herbergið sitt og byrjaði að læra en það var samt eitthvað sem hann var næstum búinn að gleyma. ”Heyrðu já ég átti að reyna smigla vindlunum hans pabba til hennar Stefáníu“. ”En ég vildi samt að hún hætti bara þessu ósið“. ”En sumar stelpur eru alveg óútreiknanlegar og aldrei hægt að ýta þeim út í eitthvað nema með gylliboðum“. ”En vonandi tekur samt pabbi ekki eftir þessu með vindlakassann því annars er ég í vondum málum“. ”Og ég ætla svo sannarlega ekki að bæta enn einu vandamálinu ofan á það sem ég þarf að fara að glíma við“. En allt í einu kom pabbi Freiðis inn í heimilið enda vinnudagur hans búinn. Hann kemur alltaf fyrr heim en mamman og þess vegna hefur hann alltaf haft nógan tíma til að sækja konuna sína úr vinnunni. Og þá einmitt núna verður þetta ekki eins auðvelt fyrir Freiði að stela vindlunum sem eru í stofunni. Enda er pabbin lagstur upp í sófann þar til að hvíla sig áður en hann sækir konuna sína. Freiðir ákvað því að hinkra aðeins þangað til pabbi Freiðis fer aftur út til að sækja eiginkonu sína. En þá hringdi síminn allt í einu og pabbinn vaknaði upp úr væru blundi og stóð upp úr sófanum og svaraði. ”Já halló?“ ”Hvað sagðirðu?“ ”Freiðir?“ ”Já hann er hér“. ”Hver er þetta með leyfi annars?“ ”Bjarney?“ ”Og hver er Bjarney með leyfi?“ ”Já já ég skil“. ”Freiðir það er síminn til þín!!!“. ”Það er naumast hvað þú ert vinsæll þessa vikuna!“. ”Og hver er í símanum pabbi?“. Spurði þá Freiðir við pabba sinn. ”Það er einhver stelpa sem segist heita Bjarney sem segist vera úr þínum bekk!“. ”Og ætlarðu bara að standa þarna á meðan ég er í símanum pabbi?“ Spurði þá Freiðir pabba sinn þegar pabbinn stóð forvitinn yfir Freiði syni sínum. ”Ó fyrirgefðu mér ég þarf hvorteðer að fara að sækja mömmu þína úr vinnunni sinni, en já þá segi ég bara bless Freiðir minn og eingin vandræði á meðan.“. ”Já bless Pabbi!. Og Freiðir byrjaði svo að tala við Bjarneyju. “Uuh hæ þetta er Freiðir sjálfur!”. “Hæ Freddi”. “Hvað segist?” Spurði þá Bjarney vinalega í símanum. “Bara allt ágætt, en þú?” “Bara það sama”. “En heyrðu ekki gætir þú gert fyrir mig greiða og lánað mér pening?”. Pening?! “Hvað þarftu annars að fara að gera við peninginn?”.
Bls.55
“Æi ekki spyrja Freddi ég er bara að spyrja þig hvort þú getur lánað mér pening! ”Heldurðu að þú gætir reddað mér því?“ Ég skal vera alveg ógeðslega góð vinkona þín ef þú lánar mér pening!”. “Hvað þarftu annars mikið? Svona 5 til 10 þúsund kall!”. “Ertu biluð Bjarney?. ”Ég fer ekki að gefa svona mikið sko“. ”Það bara kemur ekki til greina Bjarney, því miður!“. ”Nú jæja ég sem hélt að þú hefðir breyst eftir að þér var bjargað frá bróður mínum í dag en þú ert þá alltaf sami leiðindagaurinn“. ”Bjarney það er til ástæða af hverju ég þverneitaði þér!“. ”Ég veit alveg hvað þú ert kominn útí og ég skal hjálpa þér ef þú þá gefur mér leyfi til þess!“. Allt í einu kom löng þögn frá Bjarneyju. ”Veistu hvað?“ ”Um hvað fjandann ertu að tala um Freiðir?“. Spurði þá Bjarney sem var mjög brugðið í samtalinu. ”Láttu ekki svona Bjarney“. ”Ég veit að þú ert komin í dópið“. ”En ég skal lofa að þegja yfir þessu ef þú þá leyfir mér að reyna að hjálpa þér Bjarney“. *Skell*. ”Bjarney?“ ”Ertu þarna?“ ”Æi mikið gat ég verið vitlaus núna“ ”Núna er ég örugglega búinn að klúðra þessu!“. Hugsaði Freiðir með sér áhyggjufullur”. “Ég vona bara að hún Bjarney fari ekki að gera eitthvað rangt af sér á meðan”. “En jæja best að drífa sig í að reyna hnupla vindlunum hans pabba”. “Hmm hvar ætli hann geymi þá aftur?” Freiðir byrjaði að leita af vindlakassanum sem hann átti að laumast með til Stefáníu sem hana langaði til að prófa að reykja í fyrsta skiptið. “Æi já nú man ég það”. “Það er hérna í þriðju skúffunni til vinstri þar sem mamma geymir alla leirstytturnar sínar ásamt öðru dóti”. “Jæja hvar setti nú mamma mín lykilinn að skápnum?”. “Aha fann hann!”. Og Freiðir opnaði svo læstu skúffuna með lyklinum og fann að sjálfsögðu vindlakassann þar og tók svo tvo vindla úr því en þá sátu eftir 7 vindlar. “Ég er alveg viss um að pabbi tekur ekki eftir því að það vanti tvo”. “Enda reykir hann svo sjaldan þessa vindla!”. Hugsaði Freiðir mér sjálfum sér og tók vindlana án þess að reyna að vera með merki um iðrun sína. “Jæja best að setja vindlaboxið aftur á sinn stað og setja lykilinn á rétta stað líka!”. En Freiðir fær sjaldan leyfi til að fara að róta í skápnum með öllu sparidiskunum og silfurborðbúnuðunum og öðru glingur dóti sem geymt er þar í. Og Freiðir stakk svo vindlana tvo varlega í jakkann sinn og beið eftur að kvöldið kæmi. Og nú voru bæði pabbi og mamma Freiðir bæði komin heim og að sjálfsögðu byrjaði mamma hans að elda í matinn fyrir feðgana og sjálfan sig og eftir kvöldmatinn settust þau fyrir framan sófann til að kúra saman og horfðu á fréttirnar. Ástin þeirra hafði blómstrað mikið upp á síðkastið. Tíminn leið og leið og um leið og kastljósið kom þá spurði Freiðir foreldrana sína hvort hann megi skreppa út í göngutúr. “Ja hérna Freddi minn ertu í einhverju megrunarátaki þú sem ert svo grannur?”. Spurði þá Sunneva mamma Freiðirs. “Æi láttu hann vera Sunneva mín”. “Hann Freddi okkar er ennþá að vaxa og þroskast og hann þarf að fá meira súrefni í líkama sinn”.
Bls.56
“Hann Freddi ætlar svo sannarlega að verða eins hraustur og líkamsterkur og ég”. Sagði þá pabbi Freiðirs við konuna sína montinn og stoltur yfir syni sínum. “Má ég þá skreppa út mamma?” Spurði þá Freiðir við mömmu sína. “Jájá farðu þá varlega með þig og passaðu þig á þeim eldri, þú veist og farðu líka ekki mjög langt”. “Freiðir hérna ég er með GSM síma”. “Fáðu hann bara lánað hjá mér Freddi minn svona til vara ef eitthvað kemur uppá vinur”. Sagði þá pabbinn og rétti honum GSM-símann sinn. “Vá æði”. “Takk Pabbi!”. Og Freiðir gekk svo út en þá fór hann einmitt að velta fyrir sér á leiðinni út úr heimili sínu. “Bíddu nú við!” “Til hvers þarf ég á síma að halda?” “Ég verð bara fyrir utan skólann þar sem tossabekkurinn var”. “En Freiðir gekk síðan í átt að skólanum sínum og hann þurfti ekki að að hafa fyrir því að leita að Stefáníu af því að hún var á sama stað og hún var um gærkvöldið en þar blasti við ófögur sjón af henni þegar Freiðir kom að henni þar sem Stefánía var með bert rassgatið á sér mígandi í einum runnannum. Freiðir ákvað að fela sig á meðan við eitt skýlið og njósna um Stefáníu. Og auðvitað vakti þetta upp gamlar minningar hjá Freiði. En Stéfánía glennti einmitt rassinum sínum fyrir opið feisið á Freiði þá um gærkvöldið. Og Freiðir fór svo hjá sér þá líka. Freiðir var eiginlega orðið nokkuð sama um þessa sjón núna. Reyndar fannst honum mikla betra að horfa á sólbrúna rassin á Stefáníu en rassanna á strákunum í strákasturtunni. Þegar Stefánía hafði lokið sér af að pissa settist hún niður á bekkinn og setti vasadiskóið sitt aftur í gang um leið og hún var ekki einu sinni vör við hann Freiði á meðan hún var bíðandi eftir honum án þess að vera reykjandi. Hún var í þetta sinn ekki í tískufötum frá pabba sínum. Hún var bara eins og flestar stelpur eru í. Í hvítum ullarbol og í ljósbláu skyrtu undir því. Semsagt í minna áberandi fötum. Og meiraseigja hún var líka ómáluð í framann. Freiðir ákvað að láta hana bíða ekki leingur á eftir sér og kom úr felum og vinkaði henni með annari hendinni um leið og Stéfánía sá hann. ”Nei hæ Freiðir!“ ”Komstu með vindlana með þér?“ ”Ha?“ ”Já þeir eru hér!“. ”Láttu mig þá fá þá, ég bara verð að fá að reykja núna“. ”Ég er nefnilega núna alveg búin með pakkann minn sem ruddinn hann Gunnar lét mig fá á meðan við vorum ennþá saman“. ”En jæja Freddi minn hvað segist?“. ”Segirðu ekki bara allt gott bara?“ ”Hvernig líður þér svo núna eftir að Tinna bjargaði þér í að verða fyrir algjöru athlægi?“ Hei,hei,hei róleg sko, geturðu aðeins minnkað spurningarnar þínar svo ég geti svarað einhverjum af þeim?” Sagði þá Freiðir við forvitnu Stéfáníu. “Allt í lagi”. Allt í lagi!“. ”Ok mér liður uuuh bara svona þokkalega vel og ég ætla bara að vona að mér ætti að líða betur í skólanum á morgun fyrst að allir eru vonandi hættir að stríða mér og leggja mig í einelti!“.
Bls.57
”Hmm Já við skulum vona það bæði tvö elsku Freiðir minn“. ”En segðu mér eitt, hvernig líst þér í alvörunni á Tinnu?“ ”Tinnu?“ ”Uuuh hún er svosem ágæt stelpa en eftir þessa ljósmyndartöku sem ég var í með henni þá er ég bara ekki lengur viss“. ”Hún er svona eins og flestir segja lifa of hátt en hún er mjög ákveðin stelpa og tja bara ansi sæt og skemmtileg“. ”Af hverju spyrðu Steffý?“ ”Ha?“ ”Æi ég var bara að forvitnast“. ”En hvernig líst þér svo hana Ólöfu frekju?. “Ég meina voruð þið ekki að fara að byrja saman líka?” Oj Olla ertu frá þér Steffý?“. ”Hún má fara í stelpurassgat fyrir mér“. Hún heldur nefnilega að hún geti fengið allt sem hún vill en hún fær aldrei að ráða yfir mér leingur sko”. “En við erum samt bara vinir skilurðu þó við séum að rífast stundum!”. “He,he,he!” Hló þá Steffý. “Já ég get skilið þig mjög vel”. “Hún getur verið svo óþolandi leiðinleg að það er ekkert smá”. “En heyrðu manstu í gær þegar við vorum að ”leika okkur saman“ þú veist þá varstu svoldið dularfullur á svipinn”. “Það var eins og eitthvað hvíli á þér miklar áhyggjur”. “Hérna við erum bestustu vinir núna ekki satt, Freiðir minn og ég ætlast til að við verðum trúnaðarfélagar hvors annars”. “Mætti ég þá vita útaf hverju þú ert svona dularfullur á svipinn eins og núna einmitt? ”Uuu tjaaa eeee…!“. ”Æi Freiðir láttu ekki svona.“ Ekki vera leingur feiminn við Steffý langbestustu vinkonu þína”. Reyndar var Freiðir oft feiminn við Stefáníu enda var hann oft bálskotinn í henni þegar þau voru litlir leikskólafélagar en svo þroskuðust þau bæði og strákar fóru að vera meira með strákum og stelpur meira með stelpum þegar þau nálguðust kynþroskaaldrinum. “Ókey ókey Steffý, en þú verður þá að lofa mér að segja eingum frá þessu sérstaklega Ollu!”. “Allt í lagi Freddi minn ég sver að segja eingum frá”. “Þú ert líka eini vinur minn sem ég get talað við fyrst að Olla er búin að vera svo leiðinleg við mig undanfarið og Gunnar sem lætur sig ekki sjást hérna leingur í skólanum eru ekki vinir mínir lengur”. “Þú getur alveg treyst mér sko!”. “Allt í lagi en það er hún Bjarney”. “Bjarney?” “Ertu líka orðinn skotinn í henni?”. “Ha?” “Nei Steffý alls ekki en ekki grípa frammí aftur því ég var ekki búinn að útskýra málið þannig að leyfðu mér þá að klára það sem ég þarf að segja”. “Sko í gærdag þegar þú varst send til að leita að Ólöfu þá gerðist mjög alvarlegt fyrir Bjarneyju”. “Hún Olla var á klósettinu eins og sagði í tímanum þú veist. ”Ha?!“ ”Það getur ekki verið“. ”Hún var ekki þar þegar ég kom inn í kvennaklósettið þegar ég var að gá að henni“. ”Ég veit það Steffý og ég byð þig enn og aftur að grípa ekki aftur frammí fyrir mér, því annars get ég ekki klárað söguna mína. “Allt í lagi Freddi minn”. “Haltu þá áfram”. “Sko hún var að enda við að pissa þegar hún heyrði til Tinnu og Bjarneyju tala um dóp fyrir utan kvennaklósettið”. “Dóp ?!?” “Uss Steffý leyfðu mér að klára söguna!”.
Bls.58