HVELLUR!

Ég hrekk upp og stekk á lappir, maður hætti líka að geta sofið rólegur fyrir tveim árum. Ég miða riflinum í kringum mig til að sjá hvort nokkur hafi komið inn í groddalegar húsarústirnar. Þessi kofi hefur orðið fyrir árás örugglega þegar þessi andskotans vitleysa byrjaði hvenær svo sem hún byrjaði, síðan þá eyðir maður öllum dögum eins, reyna að útvega sér mat, stað þar sem maður getur getur sofið án þess að vera drepinn meðan maður sefur og dót sem gæti komið manni að einhverju gagni. Þessi riffilgarmur minn er löngu orðinn ónýtur en það er byssustingur á honum og það er skárra en ekkert. Ég sting hausnum upp úr rústunum og gái í kringum mig. Sprengingin sem að vakti mig hefur örugglega bara verið stórskotaliðsskothríð, þeir eiga það til að skjóta ef þeim finnst eitthvað líta of heillega út, andskotans drullusokkarnir. Úti fyrir er enginn en allur er varinn góður ef ég vill ekki láta bæta á mig nýjum líkamsopum á hinum ólíklegustu stöðum.
Ég skýst á milli byggingana, sumar eru ennþá uppistandandi en aðrar ekki, vonast eftir að finna eitthvað nýtilegt einhverstaðar. Á svefnstað næturinnar fann ég teppi og skæri. Ekki spyrja mig til hvers ég hirti skærin en þau gætu komið að einhverju gagni seinna meir. Teppið var kærkomin fundur, það fer nefnilega bráðum að koma vetur eða það held ég, það er farið að kólna í veðri. Heyrðu mig nú, þetta er djöfulli heillegt hús, kannski er ekki búið að fara alveg í gegnum það. Vóóó, í andyrinu liggur maður. Það er ólýsanlegur fnykur af honum, enda virðast maðkarnir skemmta sér konunglega við að iða í holunni sem er í bringunni á honum og það vantar á hann hausinn. Ég stíg yfir hann, geri krossmark og held áfram.
Hingað inn hefur enginn komið, nema kannski daunilli maðurinn í forstofunni. Lengst inn í skáp er niðursuðudós með ananassneiðum, ekki kominn fram yfir síðasta söludag og stráheil. Ég ríf lokið af með því að toga í flipann, svolgra í mig safann og borða sneiðarnar eins rólega og ég get, þrátt fyrir að hafa ekkert étið í fjóra daga nema einn máf (það var lýsisbragð af honum). Ég litast betur um í húsinu, finn marga mjög nytsamlega hluti; hrífuskaft, zippó, sjúkrakassa, þrjár dósir af bökuðum baunum ,það verður veisla í kvöld og tíu pakka af rettum. Hvurskonar allsnægtir eru þetta? Tek sturtuhengið, það er vatnshelt. Ég finn bunka af Hustler, ég á eftir að græða grimmt í vöruskiptum, ég gæti þess vegna fengið tvo bauka af skyndikaffi fyrir blöðin.
Shit, það er einhver að koma inn! Fel mig inn í skáp með smá rifu á hurðinni. Það er hermaður. Svört stígvél, fóðraðar buxur, belti með vatnsbrúsa, handsprengjum, hníf og skothylkjum, hlýr og vatnsheldur jakki og klunnalegur hjálmur. Hann stendur í smá stund skoðar sig um og sér eitthvað sem liggur á rúminu. Hann snýr baki í mig, leggur vélbyssunna á rúmið og tekur þennan áhugaverða hlut upp. Það er eitt Hustlerblað. Ég opna skápinn hljóðlega og negli byssustingnum undir hjálminn og í hnakkann á honum. Hann stendur kyrr eitt augnablik, hristir hendurnar pínulítið, byrjar að míga á sig og hnýgur síðan niður í fangið á mér. Ég legg hann varlega niður og tek vélbyssuna. Ég læðist síðan að glugganum og gægist út. Þar standa tveir til viðbótar og reykja.
Þeir eru örugglega einir, þetta svæði er löngu dautt og þá eru bara sendir 3-4 manna hópar af hermönnum. Ég tek áhættuna og hætti á að það heyrist í mér. Lyfti vélbyssunni, miða og hleypi af. Ógurlegur hávaði, reykur, smá kvein í hermönnunum og svo falla þeir dauðir niður. Ég labba út og kíki á líkin. Annar af þeim stynur. Ég skýt hann aftur og hann þagnar. Hirði flest allt nýtilegt af þeim, skotfæri og fleira. Og svo labba ég áfram þegar ég er búinn að fela hermennina inn í húsi. Ekki svo að skilja að ég hafi gaman af að drepa fólk en neyðin kennir naktri konu að spinna, svo eiga þessir djöflar þetta skilið! Svo fatta ég allt í einu að ég átti eftir að fara í gegnum bílskúrinn. En það eru fleiri hermenn á leiðinni.
Ég er að verða búin að skokka götuna á enda þegar ég heyri stunur og skrjáf í einum rústunum. Ég miða vélbyssunni leiftursnöggt. ,,Hjálp, ég er þyrstur ? heyrist mjálmað úr rústunum.
Ég lít inn í rústirnar og sé rykuga manneskju liggja á gólfinu. Í sömu andrá heyrist skothríð fyrir aftan mig. Shit, það eru margir hermenn á leiðinni. Ég ætla að hlaupa í burtu en samviskan segir til sín og ég stekk inn í rústirnar. Dreg manngarminn lengra inn í húsið. Hann kveinkar sér. Ég rétt gægist út og sé að þetta er 20 manna flokkur af hermönnum. Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt í gangi fyrst þeir senda svona marga í einu. Við bíðum þangað til að þeir eru farnir. Ég spyr hann að nafni og hann svarar mér því, svo spyr hann mig að nafni og ég svara því. ,,Takk fyrir að draga mig í skjól, þeir hefðu drepið mig??. ,,Hvað er að þér?? spyr ég. ,,Ég er fótbrotinn og eitthvað fleira, ég datt af efri hæðinni?? Þar eð ég kenni í brjósti um hann gef ég honum dós af bökuðum baunum og tvo pakka af rettum. Svo bý ég um fótbrotið meðan hann borðar baunirnar og segir mér sögu sína. Hann segist búa á gömlum sveitabæ 20 km í suður ásamt nokkrum öðrum. Hann fór hingað í leit að meiri birgðum en slasaði sig og er búinn að liggja hér í næstum tvo daga. Þegar hann er búinn að borða förum við að húsinu þar sem ég drap hermennina. Hann tekur skóna þeirra, beltin með útbúnaðinum og vélbyssurnar. Hann bölvar þeim fyrir að vera ekki með auka skotfæri, ég ræski mig og segist vera með skotfærin þeirra. Við förum í gegnum bílskúrinn. Þar eru fimm pokar af kolum, smurning og nokkur verkfæri. Við hlöðum þessu drasli á okkur og höktum í átt að bækistöðinni, hann er búinn að lofa mér gistingu. Ég rétti honum hrífuskaftið ,,hérna, þú getur stutt þig við þetta??. Við komum að sveitabænum eftir 7½ tíma. Maðurinn segir mér að stoppa þegar við komum að malarveginum, hér séu jarðsprengjur. Vá, hverskonar ofursveitavargar eru þetta eiginlega. Við staulumst í krákustígum eftir veginum til að breyttast ekki í áburð fyrir túnin. Þegar við komum að bænum göngum við inn á hlaðið og á móti okkur kemur rauðhærður maður með haglara. ,,Þú varst lengi, hvað skeði? Og hver er þetta með þér??? spyr hann í undrandi tón. Við gerum grein fyrir hvað hefur skeð og segjum honum frá mér. Hann segir mér hvað hann heitir en biður mig um að kalla sig bara Írann. ,,Hárið maður, það er neblilega svo góður þessi háralitur?? Írinn biður mig um að búa hjá þeim, þeir geti alltaf þegið auka skyttu og vinnumann. Ég segist munu hugsa málið(auðvitað segi ég já eftir smástund). Þeir kynna mig fyrir restinni af mönnunum á bænum. Gummi er vinnumaður. M´djufu er kokkur( skondið nafn kannski en hann er svartur, kann fimm tungumál og er djöfulli fyndinn þegar sá gálinn er á honum) og sér um allar birgðir á bænum. Albert er smiður og getur smíðað næstum allt sem maður biður hann um en það er eins gott að gera hann ekki pirraðan því að hann hefnir sín á ótrúlegustu vegu, honum tókst meðal annars að telja Gumma trú um að það væri draugur að ásækja hann (Gumma). Írinn virðist vera yfir án þess að nokkur hafi skipað hann í þá stöðu en öllum er sama því að hann er skapgóður og réttlátur. Hann sér einnig um að rækta grænmeti. Nokkrir dagar líða tíðindalaust en dag einn eftir viku eða svo kemur lágvaxinn maður skokkandi yfir túnið. Ég lít í gegnum kíkinn á hann og sé að hann er í felulitum frá toppi til táar, að undanskyldum hattinum. Maðurinn er nefnilega með ógeðslega skítugan og forljótan Havanahatt á hausnum. Írinn var búinn að segja mér frá þessum manni. Hann er kallaður Jónsi Hattur og fer á milli manna í sveitinni með skilaboð. Jónsi Hattur er hálf vangefinn og á engan alvöru samastað en fólk í sveitinni skiptist á um að hafa hann hjá sér og lætur hann sendast með skilaboð þar eð hann er svo andskoti þolgóður að hann slær mörgum hestum við. ,,Eð Íðinn hjadna?? spyr hann með spyrjandi svip og brosir þegar ég segi já. Ég vísa honum á Írann. Írinn fer með honum út í hlöðu og þeir tala saman í ca. korter. ,,Jæja, nú er eitthvað mikið í uppsiglingu. Það er fundur á næsta bæ eftir 3 daga og allir eru beðnir um að gera vandlega birgðakönnun áður en þeir mæta, nákvæma upptalningu á öllum hlutum sem til eru í birgðageymslunni. Hann sagði líka að Albert ætti að koma með???segir Írinn um leið og Jónsi er farinn. M´djufu er að verða brjálaður þegar hann gerir birgðatalninguna og virðist alltaf eins og hann sé með annaðhvort fleiri eða færri dósir af mais en eiga að vera til samkvæmt hans talningu Hann hoppar og öskrar eitthvað á óskiljanlegu tungumáli þegar hann kemst að því að ég fiktaði í dósahaugnum meðan hann taldi en er orðinn sallarólegur eftir fimm mínútur. Ég verð undrandi þegar hann sýnir mér hvað er til mikið af vopnum. 10 vélbyssur með 30 magasínum á hverja, 5 litlar vélbyssur með 10 magasínum hver, 3 kassar af handsprengjum, 3 stórar vélbyssur með skotbeltum, nokkrar skammbyssur með viðeigandi magni af skotfærum og kassi með sprengiefni. Hvað í ósköpunum ætla þeir að gera við allar þessar byssur. Írinn fer svo eitt kvöldið á fundinn. Hann kemur til baka, hress en alvarlegur líka.
,,Jæja, ég vissi að það væri eitthvað að fara að gerast. Við ætlum að ráðast á herbúðirnar þeirra eftir 2 vikur…

Næsti hluti ætti að koma innan 2-3 vikna.
For in that sleep of death what dreams may come.