Hvar er ég? Kringlan? Stjörnutorg? Hvernig komst ég hingað? Hvað gerðist í gær? Þetta er örugglega þetta helvíti sem Nonni lét mig fá, helvítis óþverri, bæði hann og drykkirnir sem hann sullar. En ojæja, þetta er líklega bara mér sjálfum að kenna, ég þarf líklega að fara í meðferð aftur. Það er svo sem ekki svo slæmt, stelpan sem annast mig alltaf er helvíti falleg, hvað heitir hún aftur, Guðrún?… Guðríður?… Guð- einhvað.
Hvað ætli klukkan sé? Það er einhver kona þarna, einhvað að flýta sér, en ég spyr hana samt. Ég rölta á eftir henni, hún er á hæðinni fyrir neðan og staðnar fyrir utan einhverja búð. Þegar ég er kominn niður þá sé ég heila herfylkingu af kellingum sem yðar allt og starir á búðardyr. Ég pikka í öxlina á einni konunni, örugglega ekki þeirri sem ég elti, en hvað með það. “Veistu hvað klukkan er?” segi ég og finn til í hausnum við hvern sérhljóða, “hún er alveg að verða 7.” Svarar hún án þess að snúa sér við og reynir að lyfta sér betur upp á tánna til að sjá einhvað sem var fyrir innan búðargluggana. “Hann er að koma, það er að opna!” öskrar einhver kellinganna, allar kellingarnar byrja að öskra og hreyfa sig voðalega mikið, keppast um að komast nær dyrunum. Öskrin glymja í eyrum mínum og ég verð að setjast niður, ég hlamma mér í stigan og horfi á kellingarnar æða inn í búðina.
Ég reyni að átta mig á því hvað þær eru svona æstar í að fá. Kannski eru kominn ný ilmvötn eða ný tískulína, kannski er verið að selja þetta Viacreme dót, stinningarlyf fyrir konur, hvað sem það á nú að gera. Ég átta mig loks á því að það er bara útsala; “50% afsláttur af öllum vörum meðan byrgðir endast” stendur á neon-gulum pappa í glugga í þessari fataverslun. Fullorðnar konur hópast allt upp í 50 til 100 saman klukkan 7 á laugardagsmorgni til að kaupa föt.
Þegar alflestar kellingarnar eru búnar að kaupa nægju sína af nærbuxum, kjólum og skóm þá finn ég pelann minn í jakkavasanum, fæ mér sopa, stend upp rölti inn í búðina, geng að afgreiðslumanni og spyr hann: “Áttu nokkuð sokka? Mínir eru blutir og mér er helvíti kalt á fótunum”
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey