Ég ætla að senda inn eina smásögu sem ég samdi sjálf.
Þessi saga er tileinkuð bróður mínum sem ekki má umgangast mig.
Minningar
Ég geng inn um útidyrnar heima hjá mér hendi af mér skólatöskunni og hengi upp úlpuna mína. Ég er að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara með vinkonu minni í bíó af því að það er ekkert að læra heima.
Ég sest í stólinn við símaborðið og tek upp símtólið. Allt é einu er eins og ég sé komin í annan heim. Gamlar minningar flæða hratt í gegnum huga minn og það er eins og að horfa á hraðspólaða bíómynd aftur á bak. Allt í einu er eins og ég hafi rekið mig í “Play” takkann. Minningarnar fara að hægja á sér og loks farnar að ganga eðlilega. Þá sé ég tvo krakka sem voru alltaf að leika sér saman. Þessir krakkar voru systkini og þau léku sér í ám, uppí fjalli, með hestum, í berjamó og á miklu fleiri stöðum. Krakkarnir skemmtu sér konunglega. En svo hverfur annar krakkinn það var bróðir minn og ég heyri rödd mömmu minnar segja “Ég er viss um að þið verðið góðir vinir þegar þið verðið eldri. Hættu bara að hugsa um þetta og vertu ánægð með það sem þú hefur.”
Allt í einu hættir allt. Ég man ekkert hvað ég var að hugsa og ég skil ekkert í því afhverju klukkan er orðin svona margt og ég ekki búin að hringja í vinkonu mína. Ég hringi í vinkonu mína og við ákváðum að fara í bíó. Ég legg símtólið á, fer í úlpuna mína og geng út um útidyrnar heima hjá mér.