ÞAnnig er mál með vexti að stúlka í bekknum mínum á mjög fáa vini. Okei hún á eiginlega enga nema systur sína sem er einu ári eldri. Fyrr um haustið voru bekkjunum splittað í sundur og búinir til nýjir. þá hafði ég verið með þessari stelpu í bekk áður og vinkonur mínar. Hún er svo feimin greyið að hún hefur ekki þorað að tjá sig og kynnast nýjum krökkum svo hún er alltaf með okkur stelpunum. En við erum nú orðnar frekar pirraðar á henni því hún talar ekki einu sinni við okkur. Hún bara svona eltir hvert sem við förum ég hef nú reynt að halda uppi einhverjum samræðum en hún bara svarar stutt til þess að þurfa ekki að tjá sig meira. Hún eltir mig hvert sem ég fer en ég þori ekki að segja neitt við hana því hún er svo viðkvæm greyið. Hún svona bíður þegar skólinn er buinn alein og treistir bara á að við biðjum hana um að vera samferða heim. Mig langar alls ekki að vera e-ð að hanga með henni því greyið er nú ekki mjög skemmtileg og hún bara svona þvælist alltaf fyrir. svo hef ég nú frétt að hún sé að klaga okkur um einelti og það vil ég ekki heldur því það er alls ekki satt. hvað á ég að gera til að lostna við hana? ég ÞOLI bara ekki þessa stelpu en ég vil ekki særa hana og ég vil ekki að hún sé ein! HJÁLP!??