Þessi saga er hreinræktað kjaftæði, samt sendi hana.
Greg Minsk var bara tíu ára þegar hann fattaði að líf hans var algjörlega innihalds og tilgangslaust. Hann bjó á tólftu hæð í blokk, þrátt fyrir að vera hrikalega lofthræddur. Hann var búinn að eyða meirihlutanum að ævi sinni sitjandi inni í herberginu sínu. Hann var lagður í einelti í skólanum. Kennarinn hans hataði hann og notaði hvert tækifæri til að niðurlægja hann. Hann bar út því að pabbi hans sagði honum að hann þyrfti að safna pening fyrir framtíðina, en sparibaukurinn þyngdist ekkert og Greg grunaði að pabbi hans stæli frá honum. Þau voru nú ekki ríkasta fjölskylda í heimi. Að vinna í verksmiðju sem að framleiðir klósethreinsi getur ekki mögulega aflað nægra peninga til að eiga fyrir sér og tveimur börnum. Og já, svo var það stóri bróðir hans, Marcus sem að var pínari.
Þegar Greg sat þarna í rúminu sínu sá hann varla hvað hélt honum gangandi. Ef hann myndi detta niður dauður myndi sennilega enginn taka eftir því.
Þá tók hann ákvörðun. Skyndiákvörðun.
Hann ætlaði að flytja að heiman. Hann þurfti bara að fá rétt tækifæri. Og það kom upp í hendur hans tveim mánuðum seinna. Faðir hans sagði honum að hann þyrfti að flytja til afa síns í dálítinn tíma. Og hann sagði Greg að hringja í hann og segja honum þetta. En Greg hringdi aldrei. Svo tók hann saman dót sem að honum grunaði að hann þyrfti. Svefnpoka, sparibaukinn sinn (það var enn einhvað pínulítið í honum), brusa fullann af vatni, smurði sér tíu samlokur og tók líka teikniblokkina sína og blýantinn án neinnar sýnilegrar ástæðu.
Brottfarardagurinn rann upp. Greg fór í rútuna því að afi hans bjó langt í burtu. Greg hugsaði að ef hann færi úr rútunni á miðri leið fyndu þeir hann aldrei.
Bara að vona að það gengi eftir.