Þegar Gerald vaknaði var hann staddur í myrkruðu herbergi. Hann lá hálfnakinn uppi í stóru rúmi. Dregið var fyrir gluggann þannig að ekkert ljós komst inn, eina ljósið í herberginu kom frá ótal kertum sem dreifð voru um herbergið, á skrifborðinu, báðum náttborðunum sem voru sitthvoru megin við rúmið, á hillum, tugir voru á gólfinu.
Herbergið einkenndist af dökkum litum. Rúmið var með svörtu teppi breitt yfir það og úr dökkum við. Hillurnar, náttborðin, skrifborðið og báðir stólarnir voru úr samskonar viði og stólarnir voru auk þess með svörtu fóðri. Viðurinn var vandlega útskorinn og virtist mjög dýr. Hér hlyti að búa einhver úr aðalsætt. Þó Gerald bjó á götunni og var illa lærður gat hann þekkt dýra hluti frá rusli og vissi hverjir hefðu efni á því. Hann hafði jú eytt megninu af sinni ævi í þjófnað.
Gerald var of máttfarinn til að setjast upp, næstum of máttfarinn til að halda augunum opnum og líta í kringum sig.
Á skrifborðinu voru örfáar myndir. Á einni þeirra var ung, dökkhærð stúlka. Hún var mjög alvarleg á svip og var klædd í hvítan kjól. Hún var varla nema tíu vetra gömul. Hún var einnig á hinum myndunum en þá alltaf með einhverjum öðrum, foreldrum hugsanlega og öðrum fjölskyldumeðlimum. Gerald sá myndirnar varla nema dauflega, en gat sér samt til um að þessi stúlka væri konan sem beit hann.
Gerald vissi ekki hvað hann hafði legið þarna lengi en skyndilega opnuðust dyrnar og konan kom inn. Hún var klædd í sömu fötum og þegar Gerald sá hana síðast. Augu hennar voru aftur orðin skærblá. Hún gekk rólega til hans og leit til hans.
“Hvað gerðist?” spurði Gerald eftir stutta þögn.
“Ég hef gefið þér eilíft líf,” sagði konan með sinni mjúkri röddu. Samt virtist hún ekki hafa sömu áhrif á Gerald eins og hún gerði áður. “Þó kemur hún ekki án gjalds. Þú munt aldrei fá að sjá fegurð sólarinnar aftur og engan mat munt þú aftur bragða. Þú munt lifa á blóði annarra og kveðja þá sem þér eru kærir það sem eftir er. Þú ert tólfta kynslóð minnar blóðlínu.”
“Hver ert þú?” stundi Gerald úr sér.
“Ég er Angela Carpenter, dóttir Michaels Thatchers, sonar Augustusar Dermiresar, sonar Meganiu Alviru. Ég er ellefta kynslóðin frá ættföðurnum.”
Þetta svar var ekki næganlegt. Gerald var orðinn heldur ruglaður á þessari ættarrunu.
“Ég hef fleiri spurningar,” sagði hann. “Hvar er ég, hvað hef ég verið hér lengi og hvað ertu?”
&#8220;Þú ert staddur á heimili mínu,&#8221; byrjaði hún. &#8220;Þú hefur einungis legið hér í þrjár nætur og ég er það sem þú munt verða. Fleira mun bróðir þinn útskýra fyrir þér.&#8221; Angela gekk út úr herberginu, Gerald horfði á eftir henni. Hann vissi að hann fengi ekki fleiri svör þó hann spurði. Hann var enn of máttfarinn til að standa upp og elta hana. Hann lá þarna og gerði ekkert.<br><br><font color=“#FF0000”>Kill for the sword, live by the sword…
It contain your soul, your dreams…
your hate… or your love.</font>
Kíkið endilega á <a href="http://kasmir.hugi.is/lundi86“>kasmír síðuna mína</a>
<b><u>Ég borða allan mat, það sem ég borða ekki er ekki matur.</u></b>
<a href=”http://pb.pentagon.ms/anima"><b>–AniMA–</a></b> fyrir alla (í MA)