Ég hóf að skrifa þessa sögu fyrir nokkru og var reyndar bara núna að klára fyrsta hlutann (tók mér frekar langa pásu). Þessi saga er einskonar upphafið á annari sögu sem ég sendi hér inn fyrir þónokkru síðan en sú saga var í 5 hlutum og hét Barn Næturinnar. Ég ákvað að skrifa Blóðbragð vegna þess hve littlar upplýsingar voru um skúrkinn í Barni Næturinnar. Þeir sem lásu Barn Næturinnar og höfðu gaman af ættu þess vegna að lesa þessa sögu og þeir sem ekki lásu hana ættu að gera það líka til gamans :P
Skemmtið ykkur vel.
———————————————– ————-Myrkrið þakkti Dublin er hr. Flaherty gekk sinn veg heim á leið eina nótt árið 1884. Rigningin féll þungt á regnhlífina hans á meðan hann gekk eftir strætum borgarinnar. Eina ljósið sem hann sá var af strætisljósunum. Með regnhlíf í annarri hendi og göngustaf í hinni gekk hann þreytulega frá vinnunni sinni. Tengdafaðir hans átti verksmiðju sem hr. Flaherty erfði eftir að hann lést en verkamennirnir voru ekki eins ánægðir með hvernig hann vann vinnuna sína. Verksmiðjan var á barmi gjaldþrots og mörgum verkamönnum var sagt upp af þeim sökum.
“Hjálpi mér,” sagði hann, “þessu veðri virðist ekki ætla að slota.” Og það virtist á öllu vera rétt. Þetta veður hafði gengið yfir allan daginn. Vagn hr. Flahertys hafði farið áður en Flaherty lauk vinnu, svo hann varð að ganga heim.
“Þessi óþokkans vagnstjóri skal sko finna fyrir ferðina þegar ég kem heim. Ég skal sko sýna honum…” sagði hr. Flaherty og gnísti tönnum. Hr. Flaherty var maður seint á fimmtugs aldri, í heldur breiðara lagi og klæddist gjarnar síðum frakka og hafði ávallt pípuhattinn sinn með sér. Allir gátu þekkt pípuhatt hr. Flahertys því hatturinn hafði gyllta sauma auk leynilegan vasa innan fóðursins. Reyndar vissu ekki margir af þessum vasa, en þeir sem vissu af honum grunuðu að eitthvað dýrmætt væri í honum fyrst hr. Flaherty hafði hattinn ávallt í augsýn.
Þessi nótt var ekki eins og flestar. Enginn var á ferli þessa nótt nema örfáir lögreglumenn og auðvitað hr. Flaherty. Flaherty hræddist fátt en hann vildi flýta sér heim í hlýjuna svo hann gekk heldur rösklega.
“Hr. Flaherty?” heyrðist að baki hans allt í einu. Röddin var lítillega rám en ekki mjög djúp, líkt og í ungum manni sem hafði reykt mjög lengi. Hr. Flaherty snéri sér við og sá einhvern skugga mynda formið af einhverri veru.
“Hver spyr?” sagði hr. Flaherty á móti.
“Nokkur sem vill eiga af þér orð, hr. Flaherty.”
“Ef þú vilt peninga þá ertu að ógna röngum manni, því ég læt ekki ógna mér.”
“Ég veit ekki hvað það er sem ég vil, en ég veit að þú ert með það.”
“Hvað ertu að tala um?”
“Það sem er falið í fóðrinu á hattinum þínum.”
“Ef þú heldur að þú getir náð af mér hattinum skaltu bara reyna,” sagði Flaherty, sleppti stafnum og teygði sig eftir byssunni sinni í vasanum sínum en áður en hann gat miðað þaut hnífur í gegnum loftið og endaði í barka hr. Flahertys svo blóðið spýtti loftið og hr. Flaherty féll til jarðar. Ekkert hljóð, aðeins regndropar sem skullu á jörðina. Veran sem kastaði hnífnum gekk að gamla manninum sem lá líflaus á götunni og tók pípuhattinn og hnífinn sinn og gekk svo að lokum burt.
Þessi vera var ungur maður, lítillega eldir en tvítugur. Hann var með axlarsítt ljóst hár og var klæddur í grænan frakka og ljósbrúnar buxur. Hvíta skyrtan hans var gyrt í buxurnar og var efsta talan óhnept.
Maðurinn gekk inn í eitt húsasund þar sem beið hans kona nokkur. Kona þessi var með sítt, hrafnsvart hár og var klædd í alsvörtum kjól. Konan var undurfögur, með ljósa hörund og skærblá augu.
“Hér hefurðu hattinn hans,” sagði maðurinn við konuna og afhenti hattinn. “Þú sagðir að ég fengi afar dýrmæt verðlaun í staðinn.”
“Ég stend ávallt við það sem ég segi,” sagði konan mjúkri röddu. Konan virtist mjög ánægði með að fá hattinn þó svo að hún reyndi að fela brosið.
“Ég mundi samt gjarnan vilja vita hvaða verðlaun þetta eru,” sagði maðurinn einbeittur. Hann átti afar erfitt með að hafa augun af konunni þar sem fegurð hennar gæti eflaust dáleitt alla sem litu hana augum. Kannski það væri ástæðan yfir því hvers vegna hann hafði unnið þetta verk.
“Hvað heitir þú?” spurði konan. “Ég vil vita hver það er sem vann þetta verk fyrir mig.”
“Nafn mitt er Gerald McDonald,” var svarið sem hún fékk.
“Hlustaðu nú á mig Gerald,” sagði konan með sinni silkimjúku rödd. “Það sem ég vil gefa þér að launum fyrir þetta verk er ekki hægt að meta til fjár. Margur maður hefur ásælst þessi verðlaun í gegnum ótal aldir og einungir ofurfáir hafa fengið þá ósk uppfyllta.”
Gerald leit djúpt í bláu augun hennar. Það skipti ekki lengur hvað það var sem hún hafði uppá að bjóða, hann mundi taka við því með glöðu geði.
“Hvað er það,” sagði hann ögn hikandi eftir stutta stund.
“Ég vil gefa þér eilíft líf svo þú megir standa við hlið mér að eilífu.” Rödd hennar varð alltaf mýkri og mýkri og Gerald var svo agndofinn að eina sem hann gerði til að sýna samþykki sitt var að kinka kolli.
Konan hallaði sér rólega upp að honum, rólega komu varir hennar nær vörum Geralds og þau kysstust. Gerald fannst kossinn hafa staðið yfir óralengi áður en hann áttaði sig á því hvað hún var köld.
Þegar kossinum lauk leit Gerald aftur í augu hennar, en þau voru ekki lengur blá eins og áður heldur hafði augnliturinn breyst í rauðan. Gerald var ennþá dofinn eftir kossinn og gat varla neitt annað en skjálfað agnarlítið. Konan opnaði munninn upp á gátt svo Gerald gat séð beyttar vígtennur. Þegar kona beit í háls Geralds varð heimur hans svartur. Ljósin sem áður lýstu stræti Dublins hurfu og heimurinn fylltist af myrkri.