Markús vaknaði upp á yndislegum desember morgni, úthvíldur og glaður. Hann lá um stund og brosti upp í loftið, en brosið breyttist fljótt í kaldhæðnislegan hlátur þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að fara að vinna strax þennan morgun. Hann sast upp í rúmið, leit út um gluggann og furðaði sig á því hvað það var bjart, miðað við tíma árs og dags allavega. Hann leit á klukkuna og öskraði upp yfir sig “voddafökk mahrr!..” klukkan var orðin ellefu mínútur yfir tíu, og átti hann að mæta í vinnuna klukkan ellefu og vaknaði yfirleitt í kringum átta. Hann bjó í Garðarbæ, og vann í fatabúð í Kringlunni, og þurfti að taka þrjá strætóa til að komast á leiðarenda, og tekur ferðin yfirleitt klukkutíma.
Hann dreif sig í föt, tók kókdós úr ísskápnum og hljóp út á stoppustöð. Á leiðinni muldraði hann “..Páll rekur mig.., ég er alltaf of seinn og hef fengið milljón sénsa..!”
Páll, yfirmaður Markúsar, var sómamaður og reglusamur. Hann var einn af bestu vinum föðurs Markúsar, sem lést þegar Markús var 15 ára. Í dag var Markús 25 ára einstaklingur, sem lifði hjá móður sinni ásamt systur sinni í ókeypis fæði og húsnæði. Hann vann 20 tíma á viku í fatabúð og hataði vinnuna sína, alltaf þegar hugsanlegur viðskiptavinur gekk inn gerði hann grín að honum og hló innra með sér á meðan hann sleikti hann upp og valdi á hann föt, sem Markúsi fannst ljót, en þóttist líka.
Þegar strætó-inn kom að Markúsi var hann ánægður, og fullviss um að ná í tæka tíð, með smá heppni að sjálfsögðu. Hann gekk upp í strætó-inn, bauð góðan daginn og smeygði hendinni niður í vasann í von um að finna klink, 220 kr. eða svo. Hann tekur upp 200 kr. og segir með dapri röddu ekki eiga nema 200 kall, strætó bílstjórinn sagði hann ekki geta lánað honum þessar blessuðu 20 kr. því það væri ekki löglegt, hann orðaði þetta mjög pent “..ég get því miður ekki hleypt þér inn góurinn, ég gæti hreinlega misst vinnuna” Markús sagði lágt “..þetta eru skítnar tuttugu krónur, hvar er mannúðin?” bílstjórinn, sem var feitur og með þriggja daga skegg framan í sér hristi hausinn og sagði Markúsi að koma sér út, Markús sagði verulega pirraður “..þið eruð allir eins!”
Hann gekk út úr strætónum, tók upp símann og hringdi í Pál. “Páll, sæll félagi, heyrðu..” og Páll tók til máls “Markús minn, afhverju ertu ekki kominn? Þú veist það er útsala og allt brjálað að gera!” Markús vissi ekki hvað hann ætti að segja og fékk smá “flassbakk” af gærkveldinu. “..ég trúi þessu ekki” sagði Markús og Páll svaraði “..ha? trúir ekki hverju?” “Engu, en Páll ég vaknaði í morgun og þurfti að fara með vinkonu minni upp á spítala” hann hneykslaði sig á því afhverju hann gat ekki fundið betri lygasögu, en hélt áfram að tala við Pál “síðan tók ég strætó, en það sprakk dekk á honum” hann kýldi sjálfan sig í magann fyrir þessa vægast sagt ömurlegu lygi. Páll svaraði með svona –þú-ert-rekinn- röddu “Markús minn, því miður þá get ég ekki haldið þessu áfram. Þú mætir oft ekki í vinnuna dögum saman, og aumingja Rósa tekur þá þín verk að sér, og í þau fáu skipti sem þú mætir á réttum tíma ertu með skítugt hár eða í skítugum og illa lyktandi fötum!”
Markús skellti á, gekk yfir götuna fúll og leit ekki til beggja hliða. Hann fékk annað “flassbakk” þar sem hann sá sig og Villa dansa bera að ofan við annan karlmann. Hann fann fyrir óþægilegu höggi og opnaði augun. Hann heyrði “..flýtið ykkur með þennan inná gjörgæslu, koma svo!” hann öskraði af sársauka en datt fljótt út. Hringt var í móður hans, og henni tilkynnt það að sonur hennar hafi lennt fyrir bíl og væri á gjörgæslu í lífshættu. Hún var beðin um að koma eins fljótt og hún gæti niður á Landspítala. Stuttu seinna kom móðir Markúsar, en þá höfðu læknarnir reynt allt til að bjarga honum. Markús lést þann 5. desember.
Markús Andrés Karlsson – f : 1978 – d : 2003
Takk fyrir mig,
HrannarM.