Hún átti aðeins eitt foreldri. Pabba. Mamma hennar var aldrei þarna. Henni var sama um hana. Hún hafði verið í eiturlyfjum og áfengisneyslu. Hún hafði líka setið inni, vegna innbrots.
Þar var eina koldimma nóttina, hún svaf vært og hljóðlega þegar hún heyrði einhvern taka í hurðarhúninn á útidyrunum á íbúðinni. Svo heyrði hún einhvern tipla á tám. Svo mættust þau, augu þeirra beggja. Mamma hennar var ljóshærð og föl, grönn með fíngert andlit. Baugar undir augunum.
- Ekki segja pabba þínum.
- Afhverju ekki?
Hún sá hana hverfa inn í myrkrið, heyrði hana loka útidyrunum varlega. Hún sofnaði ekki aftur. Starði upp í loftið þar sem hún lá grafkyrr í rúminu sínu. Þetta hafði verið mamma hennar. Mamma hennar, sem hún hafði aðeins séð gamlar svarthvítar myndir af. Manneskjan sem fæddi hana. Hún hafði verið í maganum hennar í níu mánuði. Það var svo skrítin tilfinning. Það fór einhvers skonar hrollur um hana og hún titraði. Hún stóð upp og horfði í spegilinn sem hékk á veggnum. Hún horfði á ljósa síða hárið sitt, fölu húðina, fíngerða andlitið… Hún ætlaði ekki að segja pabba. Þetta var leyndarmálið hennar. Hún lagðist í rúmið og sofnaði.
- Hvar er viskýið?
- Ha?
Sólargeislar birtu upp þröngt herbergið.
- Viskýið mitt sem var á eldhúsborðinu. Þetta dýra, í glerflöskunni með rauða miðanum.
- Pabbi, ekki heldurðu að ég hafi tekið það?
- Hver annar gæti það hafa verið? Ég sá það hér í gær og við erum þau einu sem búum í þessari íbúð, ekki satt?
- Ég veit ekki um það…
Viský? Bíddu, mamma… Það getur ekki verið. En enginn annar kemur til greina. Ætli hún hafi tekið eitthvað meira? Hún fór fram og taldi í bauknum sínum. Allt var þar. Hún leit í kringum sig og allt var á sínum stað. Augu hennar skutust í hornið þar sem þau geymdu myndaalbúmin. Það vantaði tvö. Albúm frá henni, myndir af henni frá því hún var lítil.
- Pabbi!
Pabbi hennar kom hlaupandi inn í stofuna.
- Já? Fannstu það?
Honum var litið til albúmanna.
- Laufey var hér.
- Laufey?
- Hún móðir þín…<br><br><font color=“#000080”>It's all happening!</font