Ég vakna upp við þennan draum sem mig er búið að dreyma svo oft og svo lengi, ég tek andann djúpt dreg hann hægt að mér og anda aftur hægt frá mér “Hví dreymir mig alltaf þetta?” Hugsa ég með mér og byrja að sjá fyrir mér sama drauminn og ég hef haft svo gífurlega lengi.
Englar og djöflar sameinaðir í baráttu, ekki að berjast gegn horum öðrum heldur saman, saman geng einhverju hættulegra… einhverju sem er illara en allt annað.
Ég veit í raun hvað það er sem mig er að dreyma en ég vil ekki trúa því, ég veit fyrir víst að ég er ekki bara hérna til að vera ég heldur er ég á einhvern hátt mikilvægari en skil ekki hvað það er, ekki enn… ekki sem komið er.
Mér hefur aldrei fundist það vera neinn djöfull… í mínum augum er þessi fallni engill sem hefur verið kenndur við svo mörg ill nöfn Marcus, Fallni Svartengillinn, hann hefur alltaf verið hérna fyrir mig en ég hef ekki tekið eftir því, ég veit einnig að það góða þetta gírlega góða sem einnig er til er bara hrein orka, ég hef ekki skilið hvað málið er með að tala um einhvern kall uppi í skýjunum… það er ekki það sem ég sé… ég finn bara fyrir þessari orku það eru engir djöflar nema þeir sem eru innra með þér… bara fallnir englar… þeir sem gátu ekki staðið undir væntingum hinna sem eru enn á himnum…

Þessi draumur hefur ásótt mig frá því að ég man eftir mér, frá því að ég vissi hvað ég var… svona innra með mér á ég við, það er ekki hægt að útskýra það en ég veit hvað það er þó það séu ekki margir sem í raun skilja, það eru líklega ekki margir sem hafa sömu trú á hlutina eins og hún ég.

Hvað er það sem veldur því að það eru ekki svo margir sem vita hvað þeir trúa, hvað er það sem veldur því að þessi þekkta hugmynd sem töluð er um virðist vera byggð á einni bók sem hefur breyst svo gífurlega í gegnum lífið, þar er ekki einu sinni talað um þá sem ég kem af… þá sem ég finn í kring um mig og þá þrá sem ég hef…
Var ég búin að minnast á þrá mína eftir blóði? Já… það er víst svo… saltkeimurinn af því og bara allt við það… ég veit ekki alveg hvað það er en margir segja að ég hljóti að vera af ættum vampýra, segja að blóð mitt sé mengað, mér finnst það vera heiður ef ég sé af þeirra ættum, ég vona það eiginlega… ég veit að þessar náttverur eru hluti af mér og að þær eru til í að vera sterkar fyrir mig… vera þær án þess að berjast við sjálft sig.

Allar verur nætur og dags verða að berjast saman gegn þessari pest sem er að fara að leggjast yfir okkur, ég þekki ekki ógnina sjálf… ekki enn, en ég mun láta vita af henni… ég mun berjast til seinasta blóðdropa… til hins seinasta… þar til orka mín verður öll farin… búin…

——–
Smá sem var að örlast inni í kollinum mínum… ruglandi, veit það… undarleg… já… ég… alveg svo sannarlega :o)

*deepbreath*