Eitt sinn var fjögura ára strákur úti að leika sér. Hann hét Anton. Hann var á ströndinni með foreldrum sínum og besta vini sínum, Aroni. Þeir tveir voru að leika sér að sjónum á meðan mamma og pabbi Antons voru í sólbaði og voru ekkert að fylgjast með þeim. Allt í einu kom stór alda og tók strákana með sér, sem betur fer var Aron með kúta en aumingja Anton var nýbúinn að taka þá af sér. Eftir 11 ár var Aron að fara í Framhaldsskóla. Kennarinn var mjög strangur við hann, vegna þess. En eftir eitt ár var hann búinn að jafna sig og komin með fleiri, fleiri vini og hann var úti til kl.12 að miðnætti með þeim. Hann, Kári, Helgi og Krissi voru að spjalla um hverjir væru búnir með prófið. Síðan fóru þeir heim til sín. Aron átti kærustu sem hét Anna. Anna var blíð og falleg stúlka. Hún var ljóshærð, bláeygð og vel vaxin. Besta vinkona hennar hét Helga. Helga var hinsvegar dökkhærð með dökkbrún augu. Hún var ein af minnstu í skólanum hjá þeim. Krissa var ein af stelpunum, hún var svona pínu stjórnsöm. Stíllinn hennar Krissu var að vera alltaf í stuttum gallabuxum og appelsínugulum sokkabuxum, háum stígvélum og í svörtum stuttermabol. Hún var með stutt, krullað, hár, það var svart á litin og hún var alltaf með hendina í því. Það átti að vera ball daginn eftir. Allir áttu að mæta, og ef þeir dönsuðu ekki, gátu þeir setið á rassinum og starað út í loftið. Ballið var bannað innan 16 og þau voru svo heppinn að vera akkurat 16! Aron, Helgi, Krissi, Kári, Kristín, Anna, Helga, og Krissa voru þarna á staðnum. Helgi bauð Helgu uppí dans, Krissi bauð Krissu, Kári bauð Kristínu og Aron bauð Önnu. Aron og Anna voru kærustupar, þau byrjuðu saman í 9.bekk, í grunnskólanum. Helgi var skotin í Helgu og Helga í honum, en samt voru þau ekki saman. Krissi og Krissa voru svona næstum því par, sko….þau voru stundum að kyssast, en stundum rífast. Þegar ballið var búið, var partý heima hjá Krissu. Allir fóru þangað. En það vildi svo illa til að kærasti Önnu í 7.bekk kom. Aron var að leita að Önnu, hann sá Ægir leiða hana inn í herbergi sem var ólæst. Hann hugsaði: ,,Hver skildi þetta vera? Ætlar hún að hætta með mér??? Hann elti þau. Hann heyrði hana segja við strákinn ,,Hvað ertu að gera hér?” ,,Ég kom til að biðja þig um að vera með mér aftur, viltu það?”svaraði hann ,,Komst þú all…” hún komst ekki lengra, Aron heyrði þessar samræður og fór að kíkja í gegnum skráargatið. Hann sá ófagra sjón….Ægir hélt utan um Önnu og kyssti hana allt í einu!. Aroni leið svo illa að hann opnaði hurðina og réðst á Ægir. Hann kýldi hann í andlitið. Hann var svakalega reiður við hann Ægi. Anna hljóp á eftir Aroni. ,,Þú skilur ekki!”reyndi hún að segja. ,,Þetta er ekki eins og þetta lítur út!” ,,Hvernig er þetta þá?”sagði hann leiðinlega ,,Getum við rætt það í bílnum?”svaraði hún ,,Nei!”sagði hann,,Jæja þá, vertu blessaður” Þau voru ósammála. Nú fór allt í vaskinn, þau að móðgast, gamall kærasti mættur og það versta….KANNSKI BYRJA HÚN OG ÆGIR AFTUR SAMAN! Þau, Anna og Aron, voru bæði í rusli. Hvernig gat allt þetta gerst með svona stuttu millibili? Inni í herbergi Arons. ,,Hver var þetta? Allt er í því fínast hjá mér og henni,. En hvað er að?” hugsaði hann. Morgunin eftir í skólanum. Kennarinn sagði ,,Góðan daginn börn” ,,Við erum ekki börn!”sögðu unglingarnir, ,,allt í lagi, allt í lagi” Krissa skrifaði á bréf og henti því til Önnu. Í bréfinu stóð: Hvernig gengur hjá þér og Aroni? Þetta stóð á leyniletri svo að kennarinn gæti ekki lesið það. Anna tók skrúblýantinn og skrifaði aftaná: ekki vel. Og svo henti hún því til hennar aftur. Þegar skólinn var búinn var Krissa eiginlega búinn að segja öllum stelpunum það, og þær komu að Önnu þegar skólinn var búinn. Þær spurðu allskonar spurningar, t.d. “Afhverju? Þið voruð svo flott saman” Hún gat ekki svarað öllum þessum spurningum svo hún hélt bara áfram að ganga heim til sín, en allt í einu stóð strákur fyrir framan hana. Það var Ægir. ,,Hvað viltu?”sagði hún ,,Þig” svaraði hann,,Því miður” svaraði hún,,það er annar á matseðlinum!” ,,Kommon!” sagði hann ,,Mömmu líkar ekki við þig!”sagði hún ,,Og hún hefur aldrei gert það!, svo vertu blessaður!”,,Anna!”hrópaði hann á eftir henni. Hún fór ekki heim til sín, heldur heim til Arons! Ding-dong, heyrðist í dyrabjöllunni, mamma Arons, Linda, kom til dyra ,,Er Aron heima?” spurði Anna. ,,Augnablik”sagði Linda, eftir nokkrar sekúndur kom Aron ,,Hvað?” spurði hann ,,Ég ætlaði bara að spyrja hvort við séum hætt saman” sagði hún. ,,Ert þú ekki með þessum gæja?” spurði hann. ,,Hverjum? Ægir? Nei, hann er bara gamall kærasti!, en hann reyndi samt við mig, og hann er kominn með glóðurauga frá því ekki gær heldur hinn!”. ,,Það er bara gott á hann! Ok…við erum ennþá saman” henni fannst svakalega gaman að heyra það. Allir voru saman og hamingjusamir það sem eftir var, sérstaklega Aron og Anna, því eftir sjö ár voru þau ennþá saman og eignuðust litla sæta stelpu, sem átti að heita Inga Marí. Svo var allt framhaldið fínt og gott.





höf:sibojo