Tárin,ofbeldið og mánudagur
Það var kvöld og klukkan var að ganga 12.Þessi grátur heyrðist langt.Hún sat í sandinum á ströndinni og grét tárum óhamingjunnar.Það var kalt en hún fann ekki fyrir neinu,hún var dofin.Hún grét því móðir hennar var barin af föður hennar,sem hún hafði elskað alla sína ævi.Móðir hennar var öll í blóði,eldrauðu blóði sem lak niður vangann og niður eftir hálsinum.Faðir hennar hafði drukkið fyrr um kvöldið,vínið fór illa í hann.Hún sat á ströndinni og grét í rigningunni kaldri.Hún var aðeins 12 ára stúlkubarn sem hafði séð ofbeldi á heimili sínu.Hún var vitni af ofbeldi oftar en einu sinni.Þetta litla barn grét í rigningunni vegna gjörða foreldra sinna.Þetta litla barn sem vissi ekki hvað hún átti að gera þegar móðir hennar var barin af föður hennar sem var drykkjusjúkur maður og bjó á bar.Móðir hennar var marin og bólgin næsta dag.Og þennan dag var stúlkan enn grátandi.Með tárin í hjarta sínu hún lagði af stað í skólann.Eins og alla aðra mánudaga þá voru tárin í hjarta hennar eftir helgina,eftir ofbeldið á heimili hennar.Allar helgar hún grét í sandinum.Og grét í hjarta sínu eins og þennan mánudag.