Ég skelli hurðinni á eftir mér og hleyp út, pabbi er í vondu skapi af því að ég vakti hann. Ég labba eftir gangstéttinni og tek ekki eftir Helgu og rekst í hana. Hún segjir ekki neitt og heldur bara áfram að labba. Helga er jafngömul og ég. Hún er meira að segja í sama bekk. Ég kem við í bakaríinu og fæ mér langloku með gúrku og sósu (eins og venjulega). Helga er vinsælasta stelpan í bekknum okkar. Ég er aðvitað of seinn eins og alltaf og fæ S í kladdann hjá Gunndóru því að hún kennir fyrstu 2 tímana á Mánudögum. Yes það hringir út og ég er frjáls í 20 mínútur. Ég sé Helgu umkringd krökkum, stelpum og strákum. Hún er pottþétt ekki skotin í mér því að hún talar aldrei við mig. Hún er skotin í Gunna gúrku. Allt í einu öskrar Helga: OJJJJJJJ og ég hrekk við. Gunni gúrka kastaði tuggðu tyggjói á hana og það festist í nýju gallabuxunum. hún fór að gráta og Maggi húsvörður skutlaði henni heim. Kristinn skólastjóri kom inn í bekkinn og sagði okkur að það væri leyfi eftir mat því að mamma hennar Helgu kemst ekki að kenna eftir mat. Auðvitað eftir það sem gerðist í morgunn. Skólinn er búinn og ég labba einn og er ekkert að drífa mig og skrepp inn í sjoppu og keupi mér svala. Ég er á leiðinni heim og þá sé ég vinkonurnar hennar helgu og Helgu í glugganum. Vinkonur hennar glenna sig framan í mig en Helga vinkar mér. Ég horfi svo mikið að ég labba næstum á ljósastaur en geri það ekki en í staðin festist ég í tyggjói og þær hlæja allar, allar nema Helga hún brosir bara. Það er ekkert í matinn hjá mér svo að ég horfi bara á skjáeinn og bíð eftir að mamma kalli í mig, að skamma mig fyrir að ganga ekki frá skólatöskunni. En það gerist ekki heldur er kallað blíðlega nafnið mitt. Það er einhver að byðja mig að vera memm og það er Helga, hún er bara ein og aðvitað segji ég já. Svo þegar ég er búinn að klæða mig í úlpuna þá tekur hún utan um mig og heldur mér svo fast að mér finnst ég vera að springa en það er notalegt, og svo kyssir hún mig. Það er svona franskur koss. “Ég elska þig” segjir hún og ég segji sömuleiðis en hún svarar ekki, hún gufar upp, hvað er að ske?
Þá heyri ég að mamma er að kallaog segjir mér að taka skólatöskuna úr gangveiginum og ég geri það. Því miður var þetta bara allt draumur en ég vona að ég eigi einhverntíma eftir að dreyma svona vel aftur.