Bara eitthvað djók sem að ég gerði fyrir íslenskutíma, datt í hug að setja þetta hérna inn.

Rebekka var engin venjuleg stúlka þótt flestir þeirra sem sáu hana í fyrsta skipt veittu henni takmarkaða athygli og gætu sjaldnast munað hvort hún væri ljóshærð, rauðhærð eða dökkhærð, með blá augu eða græn. Það fór alltaf lítið fyrir Rebekku, hún var fámælg, feimin og ófélagslynd. Hún talaði aldrei nema ef að hún þyrfti þess nauðsynlega. Henni var oft strítt vegna þess og leið henni því mjög illa.

Það var venjulegur dagur, Rebekka talaði ekki neitt frekar en venjulega, hún hlustaði bara á kennarann tala og lét það nægja sér. Eftir frímínútur kemur kennarinn inn með strák, hún hafði aldrei séð hann áður og gerði ráð fyrir að hann væri að koma inn í bekkinn. Rebekka sat ein, hún situr alltaf ein og eina lausa sætið var hliðina á henni. Kennarinn benti stráknum á sætið og kynnti hann síðan: ?Þetta er Uwe Hrólfsson, hann er nýr í bekknum og ég vil að þið takið vel á móti honum. Hann er frá Þýskalandi en talar mjög góða íslensku, pabbi hans er Íslendingur.? Uwe byrjar strax að tala við Rebekku og henni líkar það bara vel. Hann var fyndinn og henni fannst hann bara sætur. Samt sagði hún ekki orð við hann.

Dagarnir liðu, Uwe talaði og talaði, Rebekku fann sjálfstraust sitt aukast með hverjum degi við. Henni leið svo vel með honum. Síðan ákvað hún að taka fyrsta skrefið, hún ætlaði að skrifa miða til hans og biðja hann um að fylgja sér heim eftir skólann. Þegar Uwe las miðann brosti hann, svaraði á miðann og rétti henni. Á honum stóð ?Já, ég vill það gjarnan.? Rebekku leið ótrúlega vel og gat varla beðið eftir að skólinn væri búinn.

?Tschüss, bis Morgen!? kallaði þýskukennarinn á eftir krökkunum þegar tíminn var búinn. Rebekka skimaði yfir hópinn í leit að Uwe. Hann var líka að reyna að koma auga á hana. Þau sáu hvort annað, löbbuðu saman út og Rebekka leiddi hann í átt að húsinu hennar. Þegar þau voru komin að heimreiðinni kyssti hún hann á kinnina og gerði sig tilbúna til að segjast vera hrifin af honum. Þegar hún opnaði munninn og reyndi að tala kom ekkert hljóð. Hún reyndi og reyndi en það heyrðist ekki múkk í henni. Hún hugsaði með sér: ?Nei! Hvað er að? Afhverju þarf þetta að gerast núna þegar mig langar að tala?!? Féll hún þá niður og hætti að anda. Uwe hljóp þá inn í húsið hennar og fann mömmu hennar. Þegar sjúkaliðarnir komu á staðinn var hún látin og gátu læknarnir ekki greint frá dauðaorsök hennar. Uwe vissi samt hvað það var, hann vissi að hún hafi dáið úr vonbrigðum.

=)
<br><br><b>Birkir</b>
<b>Go FauMA!</