Hæ hæ nú kemur ein smásaga eftir mig…(minni ykkur á það að ég er enginn rithöfundur !!)
Flutningurinn
Hún kvaddi Söndru og dreif sig heim, hún varð að hafa tíma til að taka sig til og hún átti líka eftir að læra.
Hún hét Rannveig og bjó á Grettisgötu 30 í Reykjavík. Hún var í 8.bekk í Austurbæjarskóla og átti þar góða vinkonu sem hét Sandra.
Hún var mjög spennt því hún var að fara með Söndru að hitta Jón og Kára. Kári var ótrúlega sætur og Rannveig var hrifin af honum og hún vissi að hann var líka hrifinn af henni.
Ætti hún að dingla? Kannski var pabbi hennar heima, sofandi. En hún dinglaði samt, það var svarað glaðlegri röddu. Þetta var mama hennar. Rannveig hugsaði nú að þau væru búin að finna íbúð sem þau voru búin að leita að í ár eða meira. Rannveig vildi alls ekki flytja. Mamma hennar hét Andrea og pabbi hennar Hannes. Rannveig átti engin systkini.
Hún hljóp upp: ,,Af hverju svaraðiru svona glaðlega í dyrasímann áðan, mamma ?“ sagði Rannveig. ,,Nú ég er svo glöð, við pabbi þinn erum búin að finna svona fína íbúð upp í Árbæ. Og við stefnum að því að flytja í hana.” Svaraði mamma hennar. Hún gat ekki sagt orð, hún hljóp inní herbergið sitt gráti nær. Þetta gat ekki verið satt, hvað átti hún að gera ? Rannveig vissi að ef hún þekkti foreldra sína rétt þá ætti hún eftir að flytja bráðlega. Hún gat ekki sætt sig við það.
,,Síminn til þín, elskan“ mamma hennar kom inn með símann og Rannveig næstum hrifsaði hann af henni. Mamma hennar skildi að hún ætti að fara út. Þetta var Sandra, Rannveig sagði Söndru frá öllu um flutninginn og að lokum sagði hún henni að hún ætlaði ekki að fara með að hitta Kára og Jón. Sandra skildi það. Þær ákváðu að tala betur um það seinna.
Allan næsta mánuð voru þau að flytja og loks voru þau búin að koma sér fyrir í nýju íbúðinni. Sömu viku mætti hún í nýja skólann. Allir tóku vel á móti henni og kennarinn var frábær. Efti fyrsta skóladaginn hringdi hún í Kára og spurði hvernig væri að vera þarna án hennar. ,,Það er fínt.” Sagði hann og hélt svo áfram: ,,Það er líka komin ný stelpa í bekkinn. Hún heitir Linda og hún er ótrúlega skemmtileg.“ Rannveig sagðist þurfa að hætta að tala því nú vissi hún að hann væri of upptekinn af þessari Lindu. Rannveig var mjög sár.
Síminn hringdi seinna um daginn og Rannveig svaraði, þetta var Halldóra, stelpa úr nýja skólanum. Hún spurði hvort Rannveig vildi koma út með henni og nokkrum krökkum. Rannveig var til í það. Þær hittu Óskar, Sigurjón, Höllu, Stefaníu og Hilmar. Krakkarnig ákváðu að fara heim til Höllu. Heima hjá Höllu sátu þau og spjölluðu. Henni fannst alltaf eins og Hilmar væri að glápa á hana. En hún hugsaði lítið út í það. Klukkan var orðin hálf 11, hún varð að fara heim en var hálfhrædd við það því það var orðið frekar dimmt. Hún var líka að bíða eftir símtali frá Söndru. Sandra var búin að lofa að hringja. Þá sagði hún: ,,Nennir einhver að labba með mér ?” Hilmar svaraði strax ,,Já!“ Og bætti svo við ,,ÉG þarf að fara að drífa mig líka.” Svo þau urðu samferða. Þau töluðu saman á leiðinni. Henni fannst Hilmar vera fínn.
Loksins var hún komin heim, hún spurði strax mömmu sína hvort Sandra hefði hringt en það hafði hún ekki gert. Rannveig varð frekar fúl. En svo hugsaði hún að hún ætti fullt af frábærum vinum þarna í Árbænum. Hún var bara sátt við að hafa flutt !
ENDIR
ps. Ég veit að þetta er ömurleg saga !!!!!!! en jæja…..
kv.punturis