Núna ætla ég að skrifa mína fyrstu smásögu. Þetta er 1.partur af henni. Þetta gæti verið sú fyrsta um fótbolta en það er þitt mál hvort þú lest hana eður ei.
Sólin var hátt á himni, smá gola og laufinn byrjuð að fella niður á gangstéttina. Þessi dagur var kaldur og Guð má vita hvað verður framundan! Það var komið í fréttir yfir þessum kulda. En strákarnir í skólaliðinu voru harðákveðnir að fara á fótbolta-æfingu því eini tíminn fyrir leikinn á laugardaginn. Þeir hrúuðust inn í klefann sinn og klæddu sig í fötin. Í þessu skólaliði voru tíu strákar á aldrinum tíu til tólf ára.
- Strákar síðan tökum við þá bara í bakaríið þessar rollur á laugardaginn, sagði Gústi fyrirliði (þegar hann var að klæða sig í takkaskóna). Hann Gústi var harðjaxl og lét engan rífa kjaft við sig enda var hann orðinn tólf ára.
- Já, strákar mínir, ekkert væl í þessum leik! sagði Þjálfi þegar hann kom inn um dyrnar á klefanum. Það eru sjö leikir eftir af skóldeildinni og ef eitthver meiðist þá þarf hann að harka af sér. Þjálfi var mikill maður, hafði spilað eitt sinn með Úlfunum í Englandi og fleirum frægum liðum.
Allt í einu kom lítill grannur strákur inn með stóra æfingatösku (fyrir takkaskó o.fl.). Hann stóð á miðju gólfinu og enginn ætlaði að taka eftir honum fyrr en Þjálfi leit upp og sá hann.
- Já, heyrðu á æfingunni í dag kemur einn nýr strákur! sagði Þjálfi og allir strákarnir litu upp. Hann er lávaxinn tíu ára og hefur skaðað fram úr í heimalandi sínu Brasilíu í knattspyrnu. Verið nú kurteisir og takið vel á móti honum. Samþykkt?
- Samþykkt, sögðu strákarnir.
- Þú færð þér snaga og klæðir þig í fötin. Þegar þú ert búinn kemurðu út á völl, sagði Þjálfi við strákinn. En eitt enn! Hvað heitir þú aftur?
- Febio Canta Suriz herra, sagði hann. Það var greinilegt að hann hafði búið á Íslandi nógu og lengi til að kunna íslensku svona vel!
- Áttu gælunafn? spurði Þjálfi.
- Já, kallaðu mig bara Diego eða Dedco, svaraði hann eins og ekkert væri sjálfsagðra.
- Takk fyrir, sagði Þjálfi með bros á vör og gekk út á völlinn.
Fyrsta æfinginn gekk ekki nægilega vel hjá Diego. Hann tæklaði Gústa svo fast að það var ekki víst hvort hann mundi spila í næsta leik! Læknir kom og tók hann Gústa og sagði að hann hafði toggnað illa. Þjálfi tók Diego og spurði hann hvað hann væri að gera?
- Hann var að uppnefna mig og var með fordóma! sagði Diego nánast í öskur tóni. Og svo er hann fyrirliði!
- En þú sparkar samt ekki í hann! sagði Þjálfi. Ég ætla að tala við hann og ef það er satt tek ég fyrirliðabandið af honum!
Diego fór ekki í sturtu heldur beint heim. Hann hunsaði foreldra sína og fór inn í herbergið sitt. Hann leyfði sér að missa tár. Kallar sig nú fyrirliða, hugsaði hann með sér. Þjálfi er góður og mér líkar vel við hann. Mig gekk illa á æfingu í dag en ég á sko eftir að sína mína takta! Ég er þrælgóður en skapið í mér er fyrir neðan allar hellur. Hann fór fram þegar hann var búinn að hreinsa tárinn og talaði við foreldra sína um lífið og tilveruna. Hann nefndi ekki hvað gerðist á æfingu heldur gleymdi því.
- Þjálfi sagði mér í dag að þú myndir vera í 8 manna hópi fyrir leikinn eftir tvo daga! sagði pabbi hans við Diego. Gústi fyrirliði keppir ekki vegna meiðsla en það er óvíst hver verður fyrirliði. Ég ætla að horfa á leikinn og taka smá frí í vinnuni. Er leikurinn ekki klukkan tvö?
- Jú, en við eigum að mæta hálf því við ætlum að hita okkur upp, sagði Diego. Hann var feginn að hann mintist ekki á atvikið og hugsaði með sér hvað hann væri heppinn að spila leikinn.