Hér kemur hún.
———————————————– ——————–
1.kafli
Loksins gat ég flutt aftur til mömmu. Amma og afi voru ágæt en engin kemur í stað mömmu. Mikið er var ég fegin þegar ég fékk bréfið um að mamma væri að fara að koma heim. Hún er búin að vera tvö ár í burtu veit ekki hvar eitthvað í sambandi við starfið. En ég er ekki heimsk ég veit að hún fór útaf pabba. Eitthvað til verndunar.
Ég man eftir því þegar hún kom inní herbergið mitt og sagði mér að hún þyrfti að fara, mamma er samt ekkert vond. Hún þurfti að fara, sagði að hún myndi koma aftur. Ég trúði henni alveg fullkomlega. Ég heyrði hana gráta næturnar áður en hún fór. Ég skildi að hún vildi ekki fara, en ég skildi það þegar mennirinir komu og tóku hana. Ég sá það. Ég sá þegar pabbi kom með hnífinn, ég sá þegar pabbi stakk mömmu og ég sá líka þegar mamma tók upp byssu og skaut hann. Ég náði í símann hendurnar skulfu þegar ég stimplaði inn númerið sem að löggan í skólanum talaði um 1-1-2.
“Neyðarlínan gott kvöld get ég hjálpað?”
“Já, pabbi var með hníf og stakk mömmu, mamma skaut hann. Geturðu hjálpað mér?”
Konan sem svaraði var of róleg ég skildi ekki afhverju hún gat það.
“Hvar áttu heima?” spurði hún.
Mér fannst það ekki skipta neinu máli en sagði samt.
“Æsufelli 4 ég hleyp niður og opna!”
“Allt í lagi ég sendi lögreglubíl og sjúkrabíl til þín vertu alveg róleg”
Ég reyndi að vera róleg og fór til mömmu og talaði við hana, ég sagði henni að ég hefði hringt í lögguna. Mömmu fannst ég vera stór stelpa og sagði mér að allt yrði í lagi.
En mamma laug, eða þá að hún vissi ekki betur, það varð ekki allt í lagi. Lögreglan kom og tók mömmu og pabba. Pabbi dó, mér var alveg sama. Pabbi var vondur, hann barði mömmu. Þær nætur sem að martraðirnar réðu ekki dreymdi mig um að pabbi, sem barði mömmu væri ekki pabbi minn. Heldur að ég ætti pabba langt í burtu sem kæmi einhvern tímann og sækti mig og mömmu. En einföld DNA rannsókn sagði allt sem þurfti pabbi minn var pabbi minn.
Mamma var send burt og nú var hún að koma aftur. Ég er ekki lengur 10 ára barn sem að hringir á löggunna þegar eitthvað gerist. Ég er 12 ára, ekki barn, ekki unglingur, og ég er tilbúin að takast á við vandamál sem koma upp hjá mér og mömmu.
Ekki eins og mamma tók á pabba.
Ég byrja í nýjum skóla. Ég ætla ekki að vera skrýtna stelpan úti í horni heldur reyna að vera aðeins opnari. Kanski verður lífið einhvers virði þá. Ég hitti strák sá fyrsti sem talar við mig eftir að strákurinn í sundi sagði að ég væri tík. Hann var svolítið sætur og hann verður með mér í bekk. Ef að ég verð eins og mamma ætla ég aldrei að verða ástfangin. Samt, það var pabba að kenna, en pabbi dó svo að mamma þurfti að vera í einangrun en ekki hann. Ég vil aldrei aftur búa hjá öðrum en mömmu. Vona að skólinn sé eitthvað annað en þetta helvíti sem að ég lifi í núna.