Hann stóð þarna,bara hinu meginn við götuna,Hann sem enginn sá né hlustaði á.
Hann var bara hlutur á jörðinni líkt og við hin.Hann sá lífið í myrkri þótt það væri bjart.Hann sá móður sína í draumi en föður sinn í drykkju.Hann sá systir sína í dópi en bróðir sinn í hamingju,Hann sá hamingjuna sem Hann vill eignast.Hann sem var svo ljúfur en móðurást hann aldrei fékk.Hann vantar part í lífið,Hann var þessi maður sem sérhver maður skilur ei.Hann sá þig en þú tókst ekki eftir,Hann heyrði í þér en þú vildir ekki heyra,heyra það sem Hann segir
Hann var bara venjulegur en fólkið sá Hann sem viðrini,viðrinið sem sagði aldrei orð.Hann gerði öðrum ekkert,en allt var gert við Hann.Hann var sendur í fóstur,fóstur uppí sveit.Hann sá föður sinn deyja,deyja eftir byssuna sem faðir Hans geymdi undir kodda.Hann sá um föður sinn þegar fullur kom hann heim,sá til þess að hann fengi sinn blund.Hann var sendur í sveit þar sem dýrin voru Hans vinir,en þau sögðu aldrei neitt.En þegar Hann varð eldri fylltist sál Hans af reiði,þessari reiði sem veldur því að Hann vildi deyða,deyða sitt eigið líf.Hann fór í fjósið,þar sem byssan var geymd,byssan til að drepa hundinn,hundinn sem var óður.Hann tók byssuna sér í hendur,labbaði uppá fjall,fjallið sem enginn var,þarna stóð Hann og dæmdi sitt eigið líf.En eina skotið sem eftir var í byssunni,byssunni sem nota átti til að drepa hundinn,hundinn heima á bæ,notaði Hann í dauðann sem enginn sá,dauðann sem enginn minntist eftir á.