——
“Brennið nornina, BRENNIÐ NORNINA!!” öskraði reiður múgurinn! Hægt var að lesa það í augunum þeirra, sjá hatrið og viðbjóðinn á persónu sem þau sáu ekki sem manneskju lengur, heldur sem eitthvað ógeðslegt sem þau vildu kremja. Enn ef litið var innar sást að þau voru hrædd. Því þessi “viðbjóður” var eitthvað sem þau réðu ekki við og skildu ekki. Og þess vegna urðu þau að losa sig við það. Kyndlar skynu í myrkrinu, þar sem menn, konur og jafnvel börn biðu æst eftir að eitthvað gerðist.Að “viðbjóðurinn” yrði færður úr fangelsinu , dreginn gegnum hópin þar sem þau gátu hent einhverju í það, og loks bundinn og eldur færður að henni. Hatrið og eftirvæntinginn fyllti loftið og hægt var að skera það með hníf!
Tunglið flökkti sínu ljósa leiftri og horfði niður á þetta allt. Horfði á hvernig mennirnir þráður að drepa það sem var öðruvísi, þrátt fyrir að þau voru öll eins. Skilningsvana og þreytt skein það niður í lítinn glugga sem lá niður við jörðina, niður í klefa sem ekki var hægt að ýminda sér að nokkuð gat lifað í.
Enn í einu horninu , sitjandi á hrúgu af skítugu heyi, sat stúlka með hnetubrúnt liðað hár. Hún var í leifum af því sem áður hét föt og huldi varla hluta af líkamanum. Hægt var að sjá hvernig hún hefði reynt að sauma bútana samann enn ekki tekist eins og ætlast. Þrátt fyrir þetta var hún syngjandi og ruggandi littlum böggli sem var vafinn inn í grátt ullarefni. Hún brosti enn þrátt fyrir það komu tár út um augu hennar. Tárinn runni niður kinnina og duttu niður á enni barns með gullið ljóst hár. Með augu sem virtust skipta litum eftir því hvernig umhverfið var. Með ljósa húð sem virtist vera úr silki. Konan tók af sér hálsmen sem var með fjólubláum stein og með silfruðum teinum í hring og mynduðu blóm. Hún setti keðjuna utan um háls barnsins og faldi það í klæðunum sem yljuðu barninu. Hún kyssti enni barnsis og virtist hvísla einhverju í eyra þess. Hún lokaði augunum , leit út um gluggann og byrjaði aftur að raula sama lagið, aftur og aftur.
Tíminn leið og fljótt þar til gömul kona, í ljótum klæðum og lyktaði eins og gamallt hey kom inn. Hún horfði illilega á konuna, og hrifsaði barnið af henni. Svo gekk hún hraustlega út án þess að líta á konuna sem reyndi að grípa barn sitt enn vegna vannæringar gat hún lítið gert. Hún aðeins huldi andlit sitt með höndunum og grét. Hún sá eftir svo mörgu og hunsaði svo mörg ráð frá verum sem vildu henni gott. Allt vegna ástar sem hafði komið henni þangað. Því var lokið, öllu var lokið. Vörðurinn opnaði dyrnar, gekk inn og án þess að líta á hana greip hana og dró með sér. Annar vörður tók um hina höndina og saman drógu þeir hana upp steintröppur, upp og út um viðardyr. Myrkur var úti enn margir kyndlar lýstu upp umhverfið. Konan pírði augunn því hún hafði lifað í myrkri í nónokkurn tíma. Úldið og myglað grænmeti flaug á móti henni, litlir steinar frá börnum ásamt illirðum frá fólki á öllum aldri. Það virtist sem hún ætti ekki vin í veröldinni. Hún var dreginn upp að stalli þar sem stór stólpur , með viði og heyi umhverfist sátu og biðu eftir henni. Bundinn við hann , leit hún í kringum sig. Gamalt torg yfirfullt af fólki sem vildi að hún hyrfi fyrir fullt og allt og myndi þjást eins og mikið og hægt var í leiðinni, hvíslaðist og öskraði á mót henni.
Enn utan hópsins gekk gamla konan með böggulinn. Virtist vera ljósmóðir eða kona með steinhjarta sem hugsaði um munaðarleysingja. Enn maður gekk á eftir henni. Ljósið frá hópnum kastaði skugga mannsins á vegginn og um leið og unga konan sá skuggann, brosti hún. Þenna skugga myndi hún þekkja allstaðar. Því þetta var ekki skuggi manns. Heldur veru sem hafði lifað frá byrjun tímans og hafði fylgt henni frá fæðingu. Veran fylgi gömlu konunni fyrir horn og svo heyrðist vængjasláttur og skuggi sem flaug gegnum loftið. Unga konan lauk aftur augunum, því framtíðinni hefði verið bjargað þrátt fyrir að hennar væri lokið. Hermaður hendti kyndil að hey og viðarhrúgunni og þar með hófst nornabrennan sem allir höfðu beðið eftir. Upphófust fagnaðarlæti og fólk brosti af gleði því loks var skepnan á leið til helvítis eða verri stað. Enn unga konan aðeins brosti, mumlaði nokkur orð og virtist sofna. Eldurinn hóf að sleikja líkama hennar og narta. Uns loks hann gleypti hana alla og reykurinn hóf að liða gegnum loftið.
“AHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH… .” öskraðu Cilitra, með svitann lekandi af líkamanum. “Aðeins draumur, enn hann virtist svo raunverulegur! Ég virkilega fann eldinn byrja að éta mig lifandi og reykinn kæfa og drepa hægt líkamann. Og þessi kona, ég þekki hana samt hef ég ekki séð aðra manneskju á ævi minni. Svo mikið af fólki er ekki til! Og illskan sem þau glóuðu af getur ekki verið raunveruleg! Bara getur ekki verið!”
Cilitra smaug sér varlega framúr því refurinn hennar svaf værum svefni á rúmendanum og virtist vera elta kanínur í sætum draumi. Hún brosti enn fór í skó og laumaðist út. Stjörnurnar glitruðu á himninum líkt og þúsundir eldflugna. Tunglið brosti við henni og skein sínu skærasta til að lýsa upp myrkrið fyrir hana.
Umhverfið var hið sama þrátt fyrir myrkrið. Há fjöll hvert sem litið var. Í einum enda dalsins sem var næst henni var hár foss með læk sem liðaði frá honum þvert í gegnum dalinn. Svo kom litla viðarkotið hennar, stór skógur með öllum trjám sem hægt var að hugsa sér. Svo hlíðinn þar sem litadýrð blómanna væri ekki hægt að mála. Og í hinum enda dalsins var hellirinn. Þar lá kærasta vinur hennar ásamt öllum hinum. Og allar verurnar í dalnum sváfu vært.
Hún lagðist niður, með hendurnar bakvið hausinn, byrjaði hún að ýminda sér hvað væri handan fjallanna. Þessi fjöll voru það eina sem hún þekkti og meðan augnlokinn rólega byrjuðu að þyngjast , fóru draumar að líða um hana og hvað virtist vera óhugsandi var að veruleika. Uns hún loksins sofnaði og sveif í draumalandið. Í loftinu meðal stjarnanna var tunglið eins og það alltaf er, brosandi uns rólega það fór að þyngjast og systir hans sólinn fór að raska við sér.
—
Story and idea copyrigthed to Cilitra and please do NOT show this story anywhere without the persmission of Cilitra
Thank you :)
cilitra.com