“það þarf ekki að æsa sig yfir öllu barn” sagði hann við mig um leið og hann gekk út úr herberginu.
“það var nú þú sem byrjaðir” gargaði ég, ég var ekki með fokking anorexíu, bara ef hann myndi hætta að nöldra.
“ekki tala svona við hann pabba þinn” hvæsti mamma á mig í lágum hljóðum út um samanbitnar varirnar. “pabba minn???” hváði ég, “hann er ekki pabbi minn frekar en stólinn sem ég sit á, ég kalla ekki alla karla sem þú sefur hjá pabba minn” öskraði ég, að hún skildi voga sér, ég fann að ég hitnaði öll af reiði,og gargaði; “ þó að þú látir hann traðka yfir þig eins og auma gólftusku, þá ætla ég ekki að gera það”
Hann kom æðandi inn í herbergið, rauður í framan, ég fann hræðsluna magnast innra með mér, hann leit út fyrir að ætla að lemja mig. “hvaða djöfulsins kjaftæði er þetta í þér krakki” og svo hélt hann áfram og frussaði ónefnum og blótsyrðum yfir mig. Þegar hann loksins hætti í örlitla stund til að anda, byrjaði ég; “þú ert svo mikil karlremba að virðingin hjá þér er í svo ótrúlegu ”hámarki“ að þú getur ekki einu sinni komið fram við þína eigin ”dóttur“ öðruvísi en að henni líði eins og mellu á 14. öld.” að þessu mæltu rauk ég uppí herbergið mitt og skellti á eftir mér.
Ég henti mér í rúmið og grét, af hverju lét ég hann fara svona í taugarnar á mér? af hverju gat hann ekki bara farið. Það hafði svo sem aldrei verið eikkað hlýtt á milli okkar, en síðastliðna mánuði leið ekki sá dagur sem við rifumst ekki. Þegar mér rann reiðin, langaði mig í eikkað smá að borða.
Ég heyrði að einhver var í eldhúsinu. Ég ákvað samt að fara niður og fá mér smá vínber. Þegar ég kom niður, sat hann með glas og las í mogganum. Ég fylltist aftur af reiði og sagði; já, endilega drekktu vandamálum þínum einu sinni, þá þarftu ekki að láta allt sem fer úrskeiðis í lífi þínu bitna á mér! svo gekk ég að ísskápnum og náði mér í nokkur vínber. “hefuru enga samvisku?” spurði hann, augljóslega byrjað að síga aðeins í hann, “kallar okkur mömmu þína öllum illum nöfnum og svo kemuru hingað og étur matinn okkar” “ha?” spurði ég, “fyrir hálftíma átti ég helst að éta fíl í morgunmat og annan í kvölmat en núna má ég ekki fá mér nokkkur vínber, ef einhver í þessari fjölskyldu þarf til sálfræðings, þá ert það þú” ég hljóp upp í herbergið mitt með tárin í augunum og læsti á eftir mér. “hvert fórstu pabbi, ég þarf þig svo núna?” hugsaði ég með mér, mig vantaði svo að losna við þennan karl sem var búinn að búa með okkur mömmu minni síðustu 11 árin, hann kom 3 mánuðum eftir að pabbi fór. Ég var svo lítil, en man samt ennþá eftir þegar hann svæfði mig og fór með mig að kaupa ís. Síðan hef ég ekki séð hann, bara fíflið sem á nú að vera “pabbi” minn
Þurfti aðeins að tjá mig, endilega gagnrýnið!!! :D