Sásaga sem ég ritaði fyrir skólablaðið í MR í tilefni einhvers sem tengist egyptum, árshátíð held ég.
Þetta var ósköp venjulegur dagur og akuryrkja stóð sem hæst eftir að áin hafði flætt yfir bakka sína nokkrum vikum áður, líkt og það gerðist á hverju ári.
Sólin dansaði yfir bláan himinn og lífið gekk áfram hjá fólkinu eins og það hafði alltaf gert.
Skyndilega tóku skýin að hrannast upp, himininn litaðist rauður, jörðin nötraði. Fólk hljóp fram og til baka í skelfinu er miklar drunur gengur yfir landið.
Niður úr skýjunum stigu nokkrir stórir, voldugir hlutir. Ásýnd þeirra var glansandi og er þeir lögðust mjúklega niður á eyðimerkur sandinn nálgaðist fólkið vanfærnislega þessa einkennilegu hluti sem höfði stigið niður af himnunum.
Boð gengu til æðstu manna þessa ríkis og þeir komu til að skoða þessa hluti.
Hár hvinur heyrðist, ljósglæringar og reykur steig frá stóru hlutunum og op opnaðist á hann.
Nokkrar verur gengu niður stíg í átt að fólkinu, líkamar þeirra voru eins og á mönnum en andlitin voru öðruvísi.
Einn bar höfuð Fálka, einn var með höfuð af úlfi, fjöldi vera, hver með dýrs höfuð.
Líkamar þeirra sterkbyggðir og báru þeir höfuð sín hátt yfir mannfólkið.
Sá þeirra er fremstur gekk var þó eins og maður ásýndar og hann stoppaði fyrir framan hópinn af fólki sem lagst hafði niður í jörðina og lét höfuð falla í lotningu fyrir þessum guðum.
“Ra” sagði hann og benti til himinsins.
Faróinn stóð upp og gekk til móts við guði sína sem fylgdu honum inn í stóra glansandi hlutinn sem fært höfðu þessa guði til jarðar.
Stuttu síðar snéri hann aftur og felldi höfuð sitt til þeirra.
Guðirnir hurfu inn um opið og við miklar drunur hurfu þeir snögglega.
Sólin glampaði á himninum, akrarnir stóðu tómir, fólkið stóð og starði upp í himinn.
Faróinn snéri sér að fólkinu og benti til himins. Svo greip hann prik sem lá á jörðinni og teiknaði mynd í sandinn.
Þetta var það sem þau áttu að byggja, vegvísir til himnanna. Þrír miklir pýramídar sem löguðu sig að stjörnum himnanna og hundruð smærri sem leiddu leiðina þangað sem fólk skyldi halda í dauðanum. Þangað sem allir menn, allar konur og börn skyldu halda er tæknin gæti komið þeim þangað.
Dagar liðu, dagar urðu að árum, svo að áratugum sem áfram héldu að telja upp í árþúsundir.
Menn höfðu tæknina til að fara til guða sinna, en tilgangur vegvísanna var gleymdur, grafinn með konungum fortíðarinnar.