Ég samdi þessa sögu fyrir Gílsa sögu súrssonar ritgerð við áttum að semja sögur um Þórdísi inn á milli
Þegar Þórdís var lítil táta var hún mjög frökk og fögur. Hún talaði þegar henni langaði og brosti ávallt sínu bjartasta brosi þegar ókunnugir voru í nánd. Eitt skipti þegar það var haldið blót hjá Þorbirni og Þóru mátti hún taka þátt í því. Þórdís var um 5 ára mamma hennar hafði saumað á hana nýjan kjól og sett tvær fléttur í ljósa hárið hennar. Þegar gestirnir komu stóð hún við dyrnar og bauð alla velkomna. Þegar leið á kvöldið og allt fólkið varð drukkið læddist hún til að smakka þennan drykk sem allir fullorðnu drukku. Hún læddist að stór kerinu og tók einn bollan og fyllti hann. Hún drakk alveg til botns en fattaði ekki hvað var svona gott við þennan beiska drykk. Hélt hún þá að drykkurinn sem hún hafði drukkið væri ekki sá sami og hinir fullorðnu drukku svo að hún byrjaði að labba um meðal fólksins og laumaðist til að fá smá sopa af öllum bollunum þegar fólkið var að hrósa henni fyrir hve sæt hún væri. En áður en hún náði einu sinni að smakka úr helming bollana var henni svo flökurt að hún hljóp út og byrjaði að gubba og gubba allt í einu kom mamma hennar (sem var ekki búinað drekka) og tók hana í fangið og byrjaði að þurrka henni í framan með mjúku blautu skinni. En Þórdísi var enn flökurt. Þóra (mamma Þórdísar) hló bara og náði í dall fyrir Þórdísi til að gubba í. Þegar þær sátu þarna úti í rökkrinu og Þórdís littla var hætt að gubba og leið aðeins betur byrjaði allt í einu að rigna svo þær hlupu inn hlæjandi. Árin liðu og aldrei smakkaði Þórdís áfengi framar.