Þessi saga er EKKI eftir mig en mig langaði samt að skrifa hana niður afþví að það er góður boðskapur í henni….

Óli litli var orðin 6 ára gamall og þess vegna var hann að byrja í skólanum. Hann hlakkaði voða mikið til. Þegar fyrsti skóladagurinn rann upp, gat hann varla borðað, hann hlakkaði svo mikið til.
Honum fannst alveg æðislegt í skólanum, kennararnir voru góðir og krakkarnir skemmtilegir. Í síðasta tímanum áttu krakkarnir að teikna mynd. Þeir áttu að teikna mynd af einhverju sem minnti þau á sumarið. Allir krakkarnir hófust handa, líka Óli. Sumir krakkarnir teiknuðu sól eða blóm eða regnboga. En þegar kennarinn sá myndina hjá Óla þá tók hann hana upp og starði lengi á hana. Svo leit kennarinn upp strangur á svip og spurði Óla hvað þetta ætti að þýða að teikna svona mynd. Óli skildi ekkert hvað var að.
Kennnarinn öskraði næstum á hann, hvað á það að þýða að teikna fiðrildi í tíma hjá mér?! Farðu til skólastjórans núna. Óli litli fór til skólastjórans. Skólastjórinn spurði hvað hann væri að gera. Og Óli sagði honum að hann hefði teiknað fiðrildi. Skólastjórinn leit undrandi á hann og hringdi síðan í foreldra hans.
Þau komu fljótt og skólastjórinn sagði þeim hvað hafði komið fyrir og sagði þeim að því miður þá þyrfti hann að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Þeim þótti það leitt en skildu það alveg, þetta var jú alvarlegur glæpur.
Þegar í réttarsalinn var komið sagði dómarinn með undrun, hvað eruð þið að gera með krakka hérna? Og lögfræðingurinn útskýrði að drengurinn hafði teiknað fiðrildi. Dómarinn tók strax ákvörðun, þetta þýðir ekki annað en 20 ára fangelsi, sagði hann. Og þangað fór vesalings litli Óli, sem enn skildi ekki afhverju hann mátti ekki teikna fiðrildi.
15 árum síðar voru fangarnir í fangelsinu að ræða það afhverju þeir sætu inni. Jæja strákar, sagði Óli, hvað gerðuð þið eiginlega? ,,Ja ég rændi banka“ sagði einn. ,,Og ég skaut mann” sagði annar. En hvað gerðir þú Óli? Ég teiknaði fiðrildi þegar ég var 6 ára, sagði Óli. Fangarnir sátu alveg dolfallnir yfir þessum fréttum. Svo stóðu þeir upp og löbbuðu í burtu. Upp frá þessu töluðu þeir aldrei við Óla.
Eftir 20 ár losnaði Óli loks úr fangelsinu. Hann andaði að sér hreinu loftinu og hlustaði á fuglasönginn. Svo leit hann yfir götuna og sá strák vera að selja dagblöð. Hummm, hugsaði hann, ætli ég kaupi mér ekki eitt dagblað. En þegar hann hljóp yfir götuna kom bíll, keyrði yfir hann og hann dó.





Boðskapur sögunnar er, að líta alltaf til beggja hliða áður en maður fer yfir götu….
go on just say it.. you need me like a bad habit.