Hér er saga sem mér þótti mjög gaman að semja því að ég trúi ekki á guð og jesú eða ésú eins og ég vil kalla hann!

Unglingur var að labba heim úr skólanum. Hún hét María May. Það vildi svo skemtilega til að henni fannst hún sjá engil sem segði að hún myndi eignast son sem ætti að heita Jesú, svo sagði hann líka að hann væri sendur frá Guði *hvernig ætlast hann til þess að ég fari að eignast barn bara 14.ára?* hugsaði hún. Þegar hún var ný kominn heim hringdi dyra bjallan, hún fór til dyra og þar var kærastinn hennar hann Jósef! Henni fannst alltaf jafn gaman að sjá hann fara úr úti-fötunum, hann var frekar klaufskur við það. Þegar hann var loks búin að fara úr úti-fötunum og kominn inn sagði María honum allt sem hún hafði séð um daginn, og Jósef trúði því sem hún sagði, trúði því María trúði ekki sínum eginn eyrum. Hún vissi ekki að Jósef væri svona rosalega hjátrúafullur, þótt hún væri að reyna að samfæra sjálfa sig að þetta væri bara bull! 5.mánuðum seinna gat hún hætt að reyna að samfæra sig því að hún var kominn með risa-stóra kúlu á magann *þatta var þá satt hjá Jósefi, þetta var ekkert bull í henni hún sá engilinn í raun og veru* Henni fannst þetta nú pínu skrítið enn þetta gerðist. þegar hún var komin 8 og 1/2 mánuð á leið þurfti hún að fara að eiga, hún hringdi í Jósef og sagði “Jósef ég er að fara að eiga, hvernig eigum við eiginlega að komast upp á fæðingadeild?” Jósef sagði að hann vissi það ekki, en eftir smá umhugsun sagði hann “hvað með að fara bara í strætó?” “ókey” sagði María þá, strætóstoppistöðinn var beint fyrir framan útidyrahurðina heima hjá henni. Hún staulaðist áfram og þvílík heppni, hún var rétt kominn á stoppistöðina þegar strætóin birtist með Jósefi í. Á meðan þau voru í strætóinu eignaðist María Jesú. Á sjúkrahúsinu komu fullt af fólki að heimssækja hana Maríu, en það komu 3.málarar þeir gáfu Jesú sitt hvort málverkið. Eitt af tígristíri, annað af strætó, og seinasta af kirkju.



Þá er ég búin að gera mína sögu.
P.S. ég veit að þetta er ekkert mjög skemtileg saga! kv.Maria