Einu sinni var Ólafur Jóhannesson, venjulega bara kallaður Óli á leið heim úr vinnunni. Hann átti heima í Breiðholtinu og vann sem tryggingasölumaður og leiddist starfið sitt mjög mikið. Hann var fráskilinn og átti tvö börn, eina stelpu og einn strák. Óli átti að fara að sækja krakkana til mömmu þeirra kl. 5 og skutla stráknum á handboltaæfingu og stelpunni í Félagsheimilið Framtíð þar sem að hún var að fara á svokallað “stelpukvöld”. Svo ætlaði hann að leigja spólu og horfa á hana um kvöldið með stráknum.
Hann var að labba að bílnum sínum, sem stóð í bílastæðahúsi nokkurn spöl frá vinnustað hans. Hann stoppaði hjá blaðasalanum eins og venjulega þegar hann var að labba að bílnum og náði sér í eintak af Fréttablaðinu eins. Á forsíðunni var frétt um að mjög sterkur vindur myndi verða í borginni í dag og að fólk ætti að halda sig innandyra. Hann gekk áfram og var að verða kominn að bílastæðageymslunni þegar að það kom allt í einu sterk vindhviða og hann missti blaðið. Blaðið fauk eitthvert niður með götunni og þegar að Óli ætlaði að fara að hlaupa á eftir því þá missti hann hattinn. Hann hljóp af stað og ætlaði að ná hattinum af því að þetta var alveg slunkunýr hattur sem hafði kostað 3400 kr. í einhverri búð á Laugarveginum. En þegar að hann var búinn að hlaupa í smástund á eftir honum sá hann að hann átti ekki möguleika á að ná honum. “O, jæja” tautaði hann og sneri við og labbaði að bílnum sínum. Þegar hann var loksins kominn að bílnum þá fattaði hann að klukkan var orðin tuttugu mínútur yfir 5 og strákurinn átti að mæta á æfingu eftir tíu mínútur. Hann dreif sig inní bílinn og keyrði til mömmunnar að ná í strákinn. Strákurinn var mjög fúll enda var hann að fara á fyrstu æfinguna hjá nýja þjálfaranum sínum. Óli keyrði alveg á fullu að ÍR heimilinu og setti strákinn út þar. Stelpan fór líka úr þar af því að félagsheimilið var alveg í næsta nágrenni. Svo fór hann og leigði spólu. Síðan ákvað hann að bæta fyrir að vera of seinn áðan og pantaði eina pítsu með pepperoni á Domínos. Svo keyrði hann aftur að íþróttahúsinu og náði í strákinn, sem var alveg himinlifandi yfir að fá pítsu í kvöldmatinn. Síðan skemmtu þeir sér vel um kvöldið við að horfa á myndina saman. Eftir að vera búnir að borða fóru þeir og sóttu stelpuna í Félagsheimilið. Svo fóru þau saman að fá sér ís.
Eftir þetta fóru þau aftur heim í litlu íbúðina hans í Breiðholtinu og horfðu á endursýnda gamanþætti á Skjá Einum til kl. eitt. Þá datt strákurinn útaf, enda alveg uppgefinn eftir æfinguna og stelpan sofnaði stuttu síðar. Þá skreið Óli inn í rúm og sofnaði um leið og hann skellti höfðinu á koddann en vindurinn hélt áfram að hamast fyrir utan gluggann.