Þetta er saga sem ég og P3L1 gerðum saman fyrir íslensku, hún er ekki alveg trúverðug, en það er bara gaman að lesa þannig sögur af og til. Er það ekki??? :)


Konni!

„Tuttugu…. tuttugu. Þrír…. þrír. Átján… átján. Sjötíu og tveir… sjööötíu og tveeeir. Nítíu og fimm…. .Nítíu og fimm. Og bónustalan eeer……: Tuttugu og fjórir! Tuttugu og fjóóriir. Og þá er þetta komið hjá okkur í kvöld, þökkum fyrir okkur, veriði sæl.“

„Ó mæ gad!! “ Var það eina sem Konni gat sagt þegar hann áttaði sig á því að hann hafði unnið 60 milljónir í lottóinu. Hann kaupir yfirleitt ekki lottómiða, en þetta hafði verið slæmur dagur hjá honum, því John Davíð hafði sagt honum upp útaf rosalegu rifrildi sem þeir lentu í fyrr í vikunni. Svo Konni ákvað að reyna að hugsa ekki mikið um John Davíð, slaka á og hafa það gott, og keypti sér einn lottómiða svona að gamni.
Allt í einu fékk Konni frábæra hugmynd! Nú, þegar hann var orðinn 60 milljjónum ríkari, gæti hann keypt rándýru leðurskóna sem John Davíð langaði svo í en hafði ekki efni á, og þá vildi hann örugglega sættast og byrja með honum aftur… Konna fannst þetta alveg snilldar hugmynd. Hann fylltist tilhlökkun og kvíða, og sú blanda af tilfinningum getur verið mjög taugastrekkjandi, svo hann ákvað að fara snemma að sofa til að getað vaknað snemma, sótt peningana, og fengið John Davíð aftur.
Hann vaknaði samkvæmt áætlun, klukkan 7, og fór í sturtu. Hann þvoði sér vel og vandlega, skrúbbaði og skolaði, því hann vildi vera alveg hreinn og fínn þegar hann hittir John Davíð.
Konni fer uppí bílínn sinn, gamla Lödu sport sem brátt færi á bílasölu og glænýr Porshe tekur við af henni.
Hann kveikir á útvarpinu og gefur í. Hann sækir vinninginn og fer síðan rakleiðis á vinnustað hans og John Davíðs, Mjölkursamsöluna.
Þegar Konni kom inn á kaffistofuna stóð John Davíð þarna og var að leita að ostaskeranum.
„Oh hvað hann er flottur í þessum bláa, þrönga samfestingi.“ hugsaði Konni og beit í neðri vörina.
John Davíð kom auga á Konna þar sem hann stóð aulalega í dýragættinni með stóra ferðatösku.
„Oh, Konni… Þú ert ekki að fara að flytja inn til mín ef þú heldur það.. Sambandið er búið Konni, búúúúið!“ hálföskraði John Davíð.
„Ehm, ég… ég ætlaði bara að segja þér að.. að ég vann eiginlega, sko, 60 milljónir í lottói í gær. Peningurinn er í þessari tösku. “ segir Konni og reynir að lyfta töskunni aðeins.
„Óh… ég meina, við getur svosem talað um þetta, meina, það er alveg ennþá séns fyrir okkur…“
„Er það?? Vá, ég elska þig John Davíð! Og núna get ég meira að segja keypt Prada leðurskóna sem þig langar svo í!”
John Davíð fór í kerfi en reyndi að sýna það ekki með því að segja: „öh, ég elska þig líka..”
Konni ætlaði að smella einum blautum kossi á John Davíð en John Davíð ýtti honum frá sér og sagði: „Ekki í vinnuni….”
Eftir viku var allt farið í sama farið, þeir hamingjusamir og ríkir. Konni hafði þó tekið eftir því að John Davíð var mikið úti á kvöldin með “vinum” sínum. Alltaf þegar Konni spurði John Davíð hvað hann væri að gera með vinum sínum, skipti hann um umræðuefni. Oft þegar Konni vildi kyssa hann kom John Davíð með sömu afsökunina: „Æj, ég er með hausverk”. Konna var farið að gruna framhjáhald, og eitt kvöldið þegar John Davíð kom seint heim tók Konni eftir því að John Davíð var með trefil um hálsinn, sem hann tók ekki af sér þegar hann kom inn. Þá var Konni alveg viss um að framhjáhald væti í gangi.
„Hvar varstu, og af hverju ertu með trefil??” spurði Konni gráti nær.
„Öh, vinur minn prjónaði hann fyrir mig” sagði John Davíð óöruggur með sig.
„Af hverju tekuru hann ekki af þér?” „Af því að mér er svo illt í hálsinum”.
„BULL!!” Öskraði Konni og kippti treflinum af hálsi hans og blasti þá við risastór sogblettur á honum.
„Ég sver það, ég veit ekkert hvernig hann komst þangað” reyndi John Davíð að útskýra, en Konni vissi sannleikann John Davíð var að halda framhjá. Konni og John Davíð hættu saman!
Viku sienna birtist bréf í lúgunni hjá Konna. Það var frá John Davíð. Hann opnaði það, bjóst við einhverju þvílíku afsökunarbréfi, en svo kom í ljós að þetta var alls ekki það sem hann hélt. Í bréfinu sagði John Davíð að hann vildi helminginn af vinningnum því að hann keypti lottómiðann útaf sér.
Svo var þetta undirritað af John Davíð og lögfræðingi hans.
Næsta dag mættust þeir í rétti. Þetta var hörð bárátta, en að lokum komst kviðdómurinn að þeirri niðurstöðu að John Davíð ætti skilið að fá helminginn af peningunum.
Konni var niðurbrotinn. Hann ákvað að detta í það. Hann var orðinn þokkalega fullur eftir drjúga stund. Hann var búinn að gráta allt kvöldið, allt í einu hætti hann að gráta, fylltist reiði og hatri. Hann ákvað I snatri og áfengisvímu að drepa John Davíð bara. Hann fór heim og náði byssuna sína, hljóp til, John Davíðs og skaut hann í svefni, beint í hjartað, einmitt það sem Konni hafði ekki lengur.
Þegar Konni áttaði sig á því hvað hann hafði gert fór hann í kerfi. Tók leigubíl upp á Keflavíkurflugvöll og borgaði leigubílsstjóranum extra mikið fyrir að fara hratt. Þegar Konni var kominn upp á flugvöll keypti hann miða og settist og beið.
„Seinasta kall til Afganistan, hlið 2!”. Konni stökk á fætur og hraðaði sér að hliðinu.

Hope you like it…
kv. Lopa og P3L1.