“Verð að einbeita mér… Verð að halda mér vakandi… Má ekki sofna…” Hún ræskti sig og nuddaði stírurnar úr augunum, “OK, þetta gengur ekki!” Sagði hún við sjálfa sig og stóð upp. Hún gekk að vaskinum og skvetti köldu vatni framaní sig. Svo settist hún aftur við skrifborðið og reyndi að skrifa meira en ekkert kom uppí hugann. Hún sat bara þarna og horfði á strikið blikka. Ekkert gerðist.
“Ég man eftir Sigurveigu sem góðri vinkonu og frábærri manneskju og bestu systur í heimi…..” Hún sat þarna og horfði á stafina á skjánum í smástund, en strokaði svo allt út. Hvað átti hún að segja um Veigu? “ Veiga er dáin, systir mín er dáin… og ég er ekki einusinni farin að gráta ennþá! Og ég hata sjálfa mig fyrir það!”??
Hún stóð aftur upp og gekk fram og til baka á mjúku gólfteppinu. Hún hafði fengið það í útskriftargjöf…. frá Veigu.
Afhverju gat hún ekki grátið? Hún hafði elskað Veigu og hún saknaði hennar mjög mikið en tárin komu einfaldlega ekki! “Hvað í andskotanum er eiginlega að mér?” Sagði hún upphátt við sjálfa sig.
Hún mundi eftir deginum þegar að Veiga dó. Hún hafði verið veik lengi en ekki sagt nokkrum manni frá því. Veiga hafði aldrei viljað að neinn hefði áhyggjur af sér, hún þoldi aldrei mikla athygli, sérstaklega ekki athygli vegna vorkunnar. Veiga gaf bara… vildi aldrei þiggja.
Hún hafði verið að fara að heimsækja Veigu… Enginn kom til dyra hún hafði dregið upp lykilinn, stungið honum í skrána og opnað hurðina. Þá hafði hún séð Veigu liggjandi á gólfinu í stofunni, hreyfingarlausa, hún hafði hlaupið að henni og gáð hvort hún fyndi púls… nokkur dauf slög… stóð upp og hljóp að símanum hringdi í 112…. svo var allt í móðu.
Veiga er dáin.
Hún settist niður á gólfið og grét úr sér augun.
——————————————— ——————-
Ég veit að þetta er doltið stutt og ruglingsleg saga en ruglingsleg uppsetningin á að endurspegla hugarástand söguhetjunnar.