24.07.2003
Aaaah, þvílíkur lúxus! Ég er að fara í fríið! Jibbíí!
við erum að fara í veiðiferðina skemmtilegu í heila yndislega viku…í burtu frá amstri dagsins og út í kyrrðina. Sofa út og læti! Nú kemur Skúli með. ÞEgar ég var þarna fyrir ári, þá vorum við Skúli nýbúin að kynnast og hann var á viku námskeiði í London. Eitthvað sjálfshjálpardæmi vegna vinnu hans í heilbrigðisgeiranum. ÞEtta var eitthvað skyldunámskeið vinnunnar sem hann er í.
Dagurinn í vinnunni leið hratt þarna við þennan tilbreytingarlausa afgreiðslukassa…maður á nú líf eins og aðrir! Ég var í svo góðu skapi og alveg endurnærð fyrir fríið.
Sissa,systir mömmu er kona bróður pabba míns, sem heitir Torfi(ég minntist aðeins á hann í gær), hún er myndlistarkona og fær að nota vinnustofu með Erlu vinkonu sinni. Þær eru að gera málverk á stórar MDF plötur sem þær ætla að selja og safna fyrir ferð til Grænlands. Sissa og maður Erlu, verða nefnilega fimmtug á svipuðum tíma, semsagt í febrúar.
Ég pakkaði niður eftir vinnu, Skúli er búinn að pakka, svo förum við að versla.