23.07.2003

Venjulegur vinnudagur í búðinni, rigning og kuldalegt úti.
Mætti til læknis, bara í svona venjulegt tékk og allt í lagi með það…náði ekki strætó og hljóp einsog brjáluð á eftir honum í brjálaðri rigningunni. Ég varð holdvot og kvefuð!

Það var komið að mér að gera kvöldmatinn, svo Skúla, kærasta minn, hungraði í Fajitas. Ég keypti svona kit með fajitas meðlæti í, s.s. kryddi og sósu. Nú eftir matinn fór Skúli að týna maðka í rigningunni með pabba mínum og Torfa bróður hans til miðnættis. Við erum nefnilega að fara í veiðiferðina sem við förum árlega í og erum í viku í senn. Það er alltaf spenningur í fólki, því þetta er skemmtilegasta ferðin á sumrin.

Ég fór bara á netið á meðan og spjallaði við Hugrúnu sem er með mér í bekk á msn. Hún ætlar að skipta um skóla og fara í hönnun í Danmörku. Oh, hvað mig langar að flýja “klakann´” líka og læra í útlöndum, en það kemur að því þarnæsta haust, þegar ég klára minn skóla.

Jæja, áður en Skúli fór að týna maðka, þá fórum við til foreldra hans í Torfufelli. Aðeins til að heilsa upp á þau eins og flesta daga vikunnar.