Ég ætla að lýsa einum degi í lífi eins manns. Hann vildi ekki segja mér hvað hann héti, en hann sagði mér öll helstu einkenni, hvað hann er gamall, við hvað hann vinnur og hvað hann gerir í frístundum. Hann er tuttugu til þrjátíu ára, með gleraugu og strípur í hárinu. Hann er lögfræðingur og hann býr í borg og er njósnari í frístundum. Á morgnana vaknar hann kl. 7:00 til þess að fara í vinnuna. Hann fer í vinnuna kl. 8 og er þar til 18. í vinnunni er ekki mikið að gera á morgnana þannig að hann notar tímann frá 8 til 10 til þess að njósna um sætu stelpuna á skrifstofunni við hliðina. Klukkan tíu er meira að gera í vinnunni.
Klukkan átján þegar hann er búinn í vinnunni fer hann heim, pantar pizzu og þegar hún er komin fer hann með alla fjölskyldunar út að njósna og borða. Þau njósna um nágrannana af því þeir eiga litasjónvarp. Þegar öll dagskráin er búin fara þau öll heim að sofa.
ENDIR.