Einu sinni var svakalega vondur kall sem hét ólafur hallason
og allir voru hræddir við.
En það sem enginn vissi um hann var að hann var ekkert
svona vondur.
Eina sem gerði hann svona vondan að sjá var að hann var
með svo loðnar augabrúnir, svo loðnar að þær voru eins og
ein!
Þá var hann svo grimmur í framan að allir krakkar hlupu
grenjandi inn og mæður lokuðu gluggum og drógu fyrir
gluggatjöld þegar hann átti leið hjá!
Alltaf þegar greyið Ólafur reyndi að útskýra af hverju hann var
svona grimmur að sjá sögðu allar mæður honum að
skammast sín og fara í holuna sína.
Einn dag þegar Ólafur var á leið heim til sín í volæðinu sem
kom yfir hann þegar einhver ásakaði hann um illsku var hann
stöðvaður.
„Má ég sjá skilríkin þín?” sagði karlmannsrödd.
„Að sjálfsögðu en hví hefurðu áhuga á þeim?” spurði ólafur
hissa á þessari spurningu.
„Ég er hverfislöggan og ég hef fengið kvartanir undan manni
með ljótustu augabrýr í heim og afsakið en þú passar vel við
þá lýsingu,” síðan hló hann að eigin brandara.
„Hehe,ég skal segja þér að ég er ekkert illur þótt að ég ráði
ekki við hárvöxt í andlitinu vinurinn.” Ólaf langaði að segja
þessu manni hvað hann færi í taugarnar á sér en hélt aftur af
sér vegna þess að ekkert vildi hann gera sem styddi skoðanir
nágrannanna.
Eftir langar samræður um þetta mál ákvað hverfislöggan að
leyfa honum að sleppa núna en sagðist myndu fylgjast með
honum ef hann væri síðan illur eftir allt.
Þegar Ólafur kom heim í litla húsið sitt, timburhús úr finnsku
timbri ákvað hann að kveikja á sjónvarpinu og fá sér epladjús.
Kvöldið leið eins og venjulega hjá honum, hann horfði á
bíómynd á myndastöðinni svokölluðu og sötraði epladjús.
Síðan klukkan tíu fór hann að sofa, einn eins og venjulega.
Daginn eftir ákvað Ólafur bara að láta undan vilja nágranna
sinna og raka augabrúninrnar þar sem þær voru samvaxnar.
Þegar hann gekk út úr húsinu eftir það með bros á vör,brostu
krakkarnir til hans á móti og mæðurnar heilsuðu honum.
Hann mætti lögregluþjóninum og þegar Ólafur leit á hann
sem nýr maður fór löggimanninn að hlæja
taugaveiklunarhlátri! Svo þegar Ólafur ákvað að gera þetta að
venju hjá sér, að passa að augabrúnirnar vaxi ekki
saman,lenti hann aldrei aftur í vandræðum með nágrannana
né laganna verði.
Samt sá hann eftir að hafa látið undan samfélaginu..að vissu
leyti hefði hann ekki átt að gera það,en fyrst að augabrúnirnar
ullu því að honum leið illa var þetta gáfuleg ákvörðun.
Núna hefur hann fundið sér kerlu og lifa þau hamingjusöm í
litla húsinu hans.


afsakið villur í þessari sögu…