Undarleg þrá
“Hvers vegna er hann að horfa á mig? Guð hvað hann er flottur… og ég hef ekki einu sinni litið í spegil síðan ég kom hingað inn, ég vona að ég líti vel út!”
“Þarna horfir hann aftur! Ætli það sé eitthvað að mér? Nei, bíddu, hárið í lagi og ef ég væri með eitthvað framan í mér væri Jónína búin að segja eitthvað. Ætli honum finnist ég sæt eða falleg… eða seksí?”
“Hvað ætli hann sé að skrifa? Eitthvað um mig? Æi, ekki vera svona sjálfsmiðuð! ”
“Fokk, að sjá þessar axlir, þessar hendur og þessi brjóstkassi! Hann hlýtur að æfa! Ok, reyna samt að horfa ekki á hann, ekki vera of áberandi. Og muna að brosa! Allir segja að ég brosi svo fallega… Guð hvað hann er fallegur…”
“Ég verð að prufa hann, er honum alvara eða er önnur ástæða fyrir því að hann horfi svona á mig? Næst þegar hann lítur til mín gef ég honum svip, fronta hann aðeins.”
“HA! Það dugði til, hann hrökk við og leit frá… og núna brosir hann bara. Vá, þetta er ekkert smá sætt bros, það gæti brætt heilann ísjaka! Og sjáðu til, hann horfir enn.”
“En hva? Er hann að fara!? Hjúkk, bara klósettferð… jó, ekkert smá flottur rass!”
“Jæja, kemur hann aftur. Fokk, hann sá greinilega að ég horfði! Og hann brosir bara… já, svona strákar eru pottþétt vanir þessu, og mér sýnist hann alveg fíla þetta!”
“Oh, þessar varir… hvítar tennurnar og þessi augu! Ok, ekki missa þig, haltu ró þinni…”
“Ætli Jónína sé búin að taka eftir þessu? Ég vona ekki! Hvað myndi ég samt gera ef hún væri ekki hér? Myndi ég tala við hann? Fara með honum heim? Fara alla leið… liggja uppí rúmi og láta hann kyssa mig alla… leyfa honum allt…”
“En bíddu, hvað nú? Er hann að fara? Fokk! Nú er hann í alvörunni að fara! Og hvað, á ég að tala við hann? Ok, ég læt vaða. En hvað með Jónínu? Hún segir Villa eflaust frá þessu… Hvað á ég að gera? Bíddu, hvar er hann? Helvíti! Hann er farinn…”
Endir.