Hérna er saga sem að ég skrifaði þegar ég var lítil.

Einu sinni var lítill og sætur krókódíll að nafni Kristmundur.
Hann átti heima í ástralíu og fannst það mjög gott, þar fékk hann nóg að borða og gerði mest af því. Það eina sem að Kristmundur þurfti að gera var að kafa í smá stund. Það var samt smá vandamál hann var að fara að verða dálítið feitur. Eigandi Kristmunds, Haraldur var farinn að hafa áhyggjur. Kristmundur át og át þangað til að hann sofnaði og þegar hann vaknaði fékk hann sér smá að borða og gerði svo eitthvað sem honum þótti skemmtilegt.
Einn daginn kom Haraldur til Kristmunds og sagði : Ég held að þú þurfir að fara í megrun. Kristmundur sem var dálítið heimskur (enda krókódíll) hélt að hann væri að grínast og hélt áfram að borða. Eftir nokkra mánuði var Kristmundur kominn með frekar stóra bumbu. Haraldur gaf honum spegil svo að hann gæti séð stóru bumbuna sína. Þegar Kristmundur var búinn að speigla sig sá hann bumbuna sína og hélt að hann væri orðin stór og feitur krókódíll(sem var ekki satt,hann var enþá mjög sætur). Kristmundur áhvað að fara í megrun. En það ekki eins létt og hann hélt, hann gat ekki hætt að borða. Hann borðaði og borðaði þangað til að hann gat ekki meir. Þess vegna fann Kristmundur upp BUMBUBANANN. Hann gat borðað mikið en ekki orðið feitur út af bumbubananum. Hann þurfti bara að nota hann í 15 mín. Á dag.
ENDIR