Þetta er smásaga sem mér datt í hug út frá ljóðinu mínu “Framhjáhald.”
Páll og Sigrún Sigurjónsbörn voru að leika sér í dúkkó. Páll hafði alls ekki viljað fara í dúkkó en Sigrún sem hafði lag á veikleikum yngri bróður síns og kom við veika bletti alveg þangað til hann samþykkti. Sigurjón var að lesa Moggann inní stofu. „Matur,“ kallaði Solveig kona hans úr eldhúsinu. „Ojj,“ hljóðuðu krakkarnir.
Það var gulrótasúpa í matinn. „Við getum ekki borðað þetta, mamma - við verðum veik af því,“ vældu krakkarnir. „Þið borðið matinnn, og verðið þæg í kvöld,“ sagði Sigurjón yfirlætislega. Þau hlýddu því. Þau yrtu mjög sjaldan á föður sinn, töluðu bara við mömmu sína. Það var vegna gremju Sigurjóns. Hann og Solveig voru búin að vera gift í 11 ár en alveg frá því að krakkarnir urðu fjögra (Sigrún, sem var sjö ára núna) og tveggja ára (Páll, sem var fimm ára núna) fór Sigurjón að verða gramur og virti hvorki konu sína né börn næstum því jafnmikið og hann gerði áður. Það var vegna sérstakrar ástæðu sem að Solveig vissi ekki um. Komið með í ferð tæp þrjú ár aftur í tímann og sjáið þá ástæðu. Það var árið 1994 og þá förum við sem sagt til ársins 1992. Þau Sigurjón og Solveig voru á balli og krakkarnir í pössun hjá frændfólki. Nokkrir félagar Sigurjóns voru þarna, þeir voru allir einhleypir og vorkenndu Sigurjóni vegna hjónabands hans. Hann hugsaði út í þetta og fór og lenti svo í rosa rifrildi við Solveigu, hann hafði fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Solveig strunsaði því næst út og tók leigubíl heim. Sigurjón hélt hins vegar áfram að skemmta sér með félögum sínum. Hann sá eina “smashing skvísu” (eins og hann kaus að kalla það) og fór og talaði við hana. Þau voru bæði blindfull og ekki þurfti mikið til, því að tíu mínútum seinna voru þau komin upp á 7. hæð á hóteli, farin úr fötunum og byrjuð að gera dodo. Hann kom svo heim til sín um miðja nóttina. Nú erum við aftur á sviði sögunnar, við kvöldmatarborðið, gulrótasúpa í matinn.
Þetta fyrir árunum þremur var ekki allt, því að Sigurjón hafði haldið áfram að halda framhjá með þessari konu í þrjú ár. Næsta dag vakna allir seint, öll morgunfúl eins og venjulega. „Það er frí hjá mér í vinnunni í dag,“ sagði Sigurjón gremjulega. Páll fór í leikskólann, Sigrún í skólann og Solveig í vinnunna sem einkaritari lögfræðings. Sigurjón vann við kennslu í miðskóla, en eins og hann hafði sagt var frí hjá honum í dag. Tæpum fjörutíu mínútum seinna kom Solveig aftur heim, hún hafði gleymt mikilvægum skjölum fyrir yfirmann sinn. Húnn gekk inn í stofuna og sá Sigurjón vera allsberan uppi í sófa með ljósku ofan á sér…….
Solveig varð svo ösku-ösku-ösku-ill að hún tók haglabyssuna hans Sigurjóns og skaut þau bæði margsinnis. Þar með lauk ævi svikarans ógeðslega, Sigurjóns Guðmundssonar.
————————————
V onandi höfðuð þið gaman af þessu.
Kv, Yainar.