Jæja, ég biðst afsökunar á hvað ég var lengi að skrifa part tvö. Pabbi minn fékk alveg nóg af tölvunni og henti henni útí bílskúr. En ég náði henni inn aftur í gær. Svo ég vona að ykkur líki þetta sem kemur núna.
Flutningar II
Þegar ég snéri mér við sá ég að fimm krakkar stóðu fyrir aftan mig. Það voru þrír strákar og tvær stelpur, ég tók strax eftir því að ein stelpan var sóðalega falleg. Hún var lík Yasminu í Alladinmyndinni. Hin stelpan var ekki sem verst, soldið skrítin kannski, en bara alls ekki sem verst! Strákarnir þrír voru bara soldið líkir mér(enda karlkyns) nema þeir voru tjokkó.
Það kom í ljós þegar þeir kynntu sig að þeir hétu Sindri, Steini og Alli. Yasminstelpan henti körfuboltanum sem hún hafði haldið á til Steina og sagðist heita Sigrún, ég hafði getað étið hana þegar hún byrjaði að tala. Þessi skrítna hét svo Aldís.
Eftir að hafa starað helling á stelpurnar fattaði ég að þetta var dónalegt og kynnti mig. Alli spurði hvort ég væri nýfluttur hingað og bauð mér með þeim í körfubolta. Þar sem ég var nú nýfluttur, átti enga vini þarna og hafði ekkert skárra að gera ákvað ég að slá til. Þegar við nálguðumst körfuboltavöllinn sá ég kunnuglega stelpu sem sat þar og reykti. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var Stína vinkona mín. Þegar hún sá mig hljóp hún til mín og faðmaði mig og var næstum búin að kveikja í peysunni minni með sígarettunni sinni. Ég tók upp mínar eigin sígarettur og kveikti mér í. Gleymdi samt ekki mannasiðunim og snéri mér að nýju vinunum mínum og bauð þeim. Þau afþökkuðu öll mér til mikkilar furðu. Ég ákvað þá að kynna þeim fyrir Stínu og gerði það með miklum glæsibrag. Mér til ennmeiri furðu sagði Sigrún þá kuldalega: ,,Við þekkjum hana. Allir hérna þekkja hana.´´
Sindi og Alli urðu frekar vandræðalegir á svipinn og Alli sagðist þufa að fara heim að borða. Ég varð alveg eins og rolla á svipinn enda skildi ég ekkert í þessu fólki. Allt í einu ákváðu allir að fara heim í mat og þar með ég. Ég var samferða Aldísi því hún bjó stutt frá mér. Á leiðinni útskýrði hún þessa stæla í öllum áðan.
,,Þegar Stína kom fyrst var hún mest með eldri strákum sem eiga bíla, mest var hún með bróður Sigrúnar. Svo fór Stína að selja dóp hérna og Alli og Sindri keyptu af henni. Það fréttist auðvitað hérna eins og allt annað og þeir eru núna álitnir dópistar. Og þá komst bróðir hennar Sigrúnar í vandræði því hann var svo mikið með Stínu. Og foreldrar þeirra sendu hann til Fáskrúðsfjarðar í nokkra mánuði á meðan þetta væri allt að jafna sig og gleymast hérna. Sigrún og bróðir hennar voru rosalega góðir vinir, enda bara tvö ár á milli þeirra, og hún tekur þetta svo nærri sér og kennir Stínu um allt saman.´´
Þegar Aldís var búin að tala vorum við komin að húsinu mínu, ég fékk númerið hennar og hinna krakkanna og kvaddi. Þegar ég kom inn var pabbi að elda og mamma stóð og lagði á borð. ,,Nei, hæ elskan! Sagði hún þegar hún sá mig. ,,Eignaðistu vini?´´
,,Já mamma, ég eignaðist nokkra vini. Ég hitti líka Stínu, hún er hérna og býr hjá ömmu sinni.´´
,,Oh, hvað ég er feginn að þú hittir einhverja krakka hérna, sagði hún og brosti. ,,Finnst þér það ekki frábært?´´ Spurði hún pabba sem umlaði eitthvað og brosti. Ég flúði inn í herbergið mitt og hringdi í Stínu til að fá þetta allt á hreint. Þegar hún svaraði í símann heyrði ég að hún var í vímu. En ekki það mikilli að hún gæti ekki hugsað nógu skýrt til að útskýra allt fyir mér. Það tók heilar tuttugu mínútur og sagan hennar Stínu avr alveh eins og Aldísar bara miklu lengri. Hún endaði á því að segja mér að sér þætti þetta allt saman voðalega leiðinlegt og byrjaði og gráta. Ég huggaði hana og sagði við hana að ég kæmi á eftir til hennar og við gætum farið saman út.
Svo fletti ég upp á númerinu hennar Sigrúnar í símaskránni í símanum mínumog hringdi í hana. Ég svitnaði svo mikið í lófunum að ég var næstum búinn að missa símann. Svo svaraði röddin sem gerði mig svo helvíti graðann að ég fór í bóner.
Jæja, þetta var þá partur tvö. Partur þrjú seinna.
Takk takk
Lola