Það er ýmislegt sem fer í taugarnar á Sigfúsi, en hann lætur það ekki heyrast, heldur byrgir það niðri þangað til einn daginn, að hann lætur alla óánægjuna blossa upp og það bitnar á þeim sem oftast eru í kringum hann, oftast Lillu, kærustu hans. Hann hefur aldrei áður enst í sambandi útaf þessu skapi sem blossar upp, en Lilla er sú sem hann hefur verið með í 3 ár og hún tekur honum eins og hann er, því ekki er hún sjálf fullkomin.
Sigfús er yfirmáta snyrtilegur, skórnir hans eru alltaf glansandi og hann gengur í jakkafötum vegna vinnu sinnar. Hann er mikilsvirtur í sínu starfi og bjargar flestum málum, þar sem hann tekur á sig mikla ábyrgð. Auðvitað er hann oftast blíður og léttur í skapi og elskar kærustu sína. Hann gæti ekki hugsað sér að vera án hennar en finnur oft gagnrýnisvert við hana. Hún tekur gagnrýni vel. Hún sjálf er ekki skaplaus og er ekki að læðast í kringum hann eftir öllum hans þörfum, eða réttara sagt KRÖFUM. Ef hann væri ekki ánægður með hana, þótt hann láti svona, væri hann búinn að dömpa henni.
Eitt kvöldið bjóða þau vinafólki hans…og hennar auðvitað líka, í mat. Hann skammar hana áður en gestirnir koma, fyrir að vera ekki tilbúin með kartöflurnar…þá er hann að meina yfirleitt(munið að hann safnar upp gamalli óánægju). Hún segir að nú sé ekki rétti tíminn til að fara að æsa sig, því gestirnir séu að koma.(Hann bað hana líka að sparka í rassinn á sér næst þegar hann væri fýlupúki, því sambandið byrjaði á viðkvæmni hjá þeim báðum þegar hún misskildi óánægju hans og hélt að hann vildi hætta með henni).
GEstirnir koma og allt virðist í lagi á milli þeirra. Eftir að gestirnir fara, vaska þau upp og það er þögn. Hann er kominn í fýlu en hún er bara farin að hundsa fýluna og lætur sem ekkert sé.